Róbert Ingi Douglas leikstjóri og handritshöfundur hefur verið ráðinn sem kvikmyndaráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Á sama tíma var gengið frá ráðningu Önnu Maríu Karlsdóttur framleiðanda, sem hefur starfað sem kvikmyndaráðgjafi hjá KMÍ í tímabundinni stöðu frá því í júní á þessu ári. Þá hefur Svava Lóa Stefánsdóttir verið ráðin í starf skrifstofumanns og hóf störf í október.
Island of Football kallast rás á YouTube þar sem fjallað er um fótbolta og allt honum tengt af gamansamri alvöru. Þorsteinn Bachmann leikari bregður sér þar í hlutverk ástríðufulls fótboltaunnanda en Róbert Douglas leikstjóri er á bakvið tjöldin þó honum bregði einnig stundum fyrir. Hér er skemmtilegt viðtal Þorsteins við Ingvar Þórðarson framleiðanda sem bendir þeim á að ekki dugi að vera með aðeins 300 áskrifendur, þeir þurfi að vera að minnsta kosti þúsund sinnum fleiri.
Bergsteinn Sigurðsson kvikmyndagagnrýnandi og Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur gagnrýna kvikmyndina Svona er Sanlitun eftir Róbert Douglas í Djöflaeyjunni á RÚV.
Bergsteinn segir persónur viðkunnanlegar en...
"Frásögnin er í heildina flæðandi en þó misjafnlega fyndin, myndin rokkar á milli þess að vera í besta falli brosleg yfir í að vera sprenghlægileg" segir Helgi Snær Sigurðsson í gagnrýni sinni um myndina.
Svona er Sanlitun (This is Sanlitun), nýjasta mynd Róberts Douglas, verður frumsýnd 26. september sem opnunarmynd RIFF í ár en almennar sýningar hefjast síðan...
Mynd Róberts Douglas, Svona er Sanlitun, verður opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto þann 10. september...