Aðsóknin á Ljósvíkinga hefur verið ívið meiri en búist var við út frá upphafshelgum, en ljóst að myndin hefur spurst vel út. Nær hún 20 þúsund gesta markinu?
Ari Alexander Ergis Magnússon ræðir við Lestina á Rás 1 um kvikmynd sína Missi og segir skilin á milli lífs og dauða óskýr. „Mér finnst það svo fallegt. Þau eru mjög óljós og mér finnst ég sjálfur vera svolítið þar.“
"Falleg og tilraunakennd kvikmynd sem dregur fram áhrif missis og minninga með sterku sjónrænu táknmáli og fínstilltum leik Þorsteins Gunnarssonar," skrifar Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðið um Missi eftir Ara Alexander Ergis Magnússon.