Heimildamynd Gríms Hákonarsonar, Litla Moskva, mun taka þátt í keppni norrænna heimildamynda (Nordic Documentary Competition) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, dagana 25. janúar - 4. febrúar. Hátíðin er sú stærsta á Norðurlöndunum og fer nú fram í 42. skipti.
Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Litlu Moskvu eftir Grím Hákonarson í Morgunblaðið og segir hana vel gerða og þétta með fjölbreyttum og áhugaverðum persónum. Hún gefur myndinni fjórar stjörnur.
Marta Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndarýnir Lestarinnar á Rás 1, segir Litlu Moskvu eftir Grím Hákonarson vera merka heimild um liðna tíð, og sé enn lifandi saga í minni íbúa Neskaupstaðar.
Litla Moskva, ný heimildarmynd eftir Grím Hákonarson fer í almennar sýningar í Bíó Paradís föstudaginn 16. nóvember. Myndin fjallar um Neskaupstað og hvernig bærinn hefur breyst í tímans rás, frá því að sósíalistar réðu ríkjum í bænum og til dagsins í dag.
Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði er lokið og eins og fyrri daginn var þetta fínasta skemmtun. Patreksfirðingar eiga þakkir skildar fyrir að gera þetta mögulegt tólfta árið í röð, svo ekki sé minnst á gestrisnina. Skjaldborgarteyminu skal líka klappað lóf í lofa. En hvernig voru myndirnar? Ásgrímur Sverrisson ræðir þær sem hann sá.
Heimildamyndin Litla Moskva eftir Grím Hákonarson verður frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni sem fram fer um næstu helgi. Stiklu myndarinnar má skoða hér.
Útlit er fyrir fjölda frumsýninga íslenskra kvikmynda í haust og á fyrrihluta næsta árs eða sextán bíómynda og að minnsta kosti átta heimildamynda í fullri lengd. Aldrei áður hafa jafn margar myndir verið tilbúnar eða á lokastigum vinnslu.
Grímur Hákonarson hefur lokið tökum á Litlu Moskvu, nýrri íslenskri heimildamynd um Neskaupstað þar sem sósíalistar fóru með stjórn frá árinu 1946 til ársins 1998.