Fyrirhuguðum niðurskurði Kvikmyndasjóðs verður afstýrt, verði breytingatillaga fjárlaganefndar samþykkt á Alþingi. Gert er ráð fyrir að 300 milljónir króna bætist í sjóðinn á næsta ári frá því sem upphaflega var lagt til. Þá er einnig gert ráð fyrir að 100 milljónir króna bætist í sjóðinn á þessu ári.
Nýkjörn stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH) hefur sent frá sér áskorun til þingmanna um að leiðrétta hið snarasta þá varhugaverðu stefnu sem fjárveitingar til kvikmyndagerðar á Íslandi hafa tekið á síðustu misserum.
Björn B. Björnsson svarar grein Lilju Alfreðsdóttur frá í gær. Hann stendur við fyrri fullyrðingar sínar um að ráðherrann fari ekki rétt með og rekur efnisatriði lið fyrir lið.
Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og fyrrum formaður Félags leikskálda og handritshöfunda (FLH) leggur út af fréttum RÚV um aðdraganda 35% endurgreiðslunnar og einnig andsvari Lilju Alfreðsdóttur við grein Björns B. Björnssonar. Margrét var meðal þeirra sem tóku þátt í vinnuhópi við mótun Kvikmyndastefnunnar.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefur á Vísi svarað grein Björns B. Björnssonar, þar sem hann gagnrýnir hana fyrir að hafa ekki sagt satt um svokölluð Covid framlög vegna kvikmyndagerðar. Hún hafnar því alfarið.
Þau Hrönn Sveinsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Karna Sigurðardóttir, Hilmar Oddsson og Gagga Jónsdóttir í stjórn Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL), birta grein á Vísi í dag, þar sem þau leggja út af framkvæmd Kvikmyndastefnunnar og niðurskurði Kvikmyndasjóðs.
Óskar Jónasson leikstjóri leggur út af Pálínuboðum í samhengi við niðurskurð Kvikmyndasjóðs og segir meðal annars að við getum ekki endalaust skipulagt Pálínuboð heima hjá okkur og látið útlendingana sjá um að koma með veitingarnar.
Leikstjórarnir Dögg Mósesdóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir birta grein á Vísi fyrir hönd stjórnar WIFT, þar sem lýst er yfir verulegum áhyggjum vegna niðurskurðar Kvikmyndasjóðs og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum.
Leikstjórarnir Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir birta nýja grein á Vísi þar sem þau gagnrýna málflutning Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra í tengslum við niðurskurð Kvikmyndasjóðs.
Samkomulag milli stjórnvalda og kvikmyndagreinarinnar um fjármögnun og umfang íslenskrar kvikmyndagerðar er forsenda viss stöðugleika í greininni. Það hefur ekki verið í gildi síðan 2019, en afar brýnt er að koma því á aftur sem fyrst.
Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra í þættinum Þetta helst á Rás 1 þriðjudag 1. október. Þar var hún spurð útí niðurskurðinn á Kvikmyndasjóði og þá gagnrýni sem hann sætir.
Grímar Jónsson framleiðandi bíómyndarinnar Eldarnir, sem nú er í tökum í leikstjórn Uglu Hauksdóttur, bendir á Facebook síðu sinni á að styrkur frá Kvikmyndasjóði sé frumforsenda þess að unnt sé yfirhöfuð að sækja erlent fjármagn í íslenskar kvikmyndir.
Kvikmyndagerðarmenn eru mjög uggandi yfir stöðunni í greininni vegna mikils og stöðugs niðurskurðar Kvikmyndasjóðs, meginstoðar íslenskrar kvikmyndagerðar.
Í Kvikmyndastefnunni frá 2020 var fyrsta mál að efla Kvikmyndasjóð, meginstoð íslenskrar kvikmyndagerðar. Það byrjaði vel en nú, fjórum árum síðar, hefur hann verið skorinn hressilega niður og hefur ekki verið minni síðan niðurskurðarárið 2014. Um leið hefur endurgreiðsluhlutfall verið hækkað verulega til að auka samkeppnishæfni Íslands varðandi erlend stórverkefni. Stækkun þessarar hliðarstoðar nýtur stuðnings í greininni en gríðarlegur niðurskurður Kvikmyndasjóðs er ekki það sem Kvikmyndastefnan gengur útá.
Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ræðir við Nordic Film and TV News um aukningu í opinberri fjárfestingu til kvikmyndagerðar sem og aukin umsvif stofnunarinnar í samræmi við nýja kvikmyndastefnu.
Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu varðandi kvikmyndanám á haskólastigi þar sem segir meðal annars: "Samkvæmt fréttaflutningi RÚV og Listaháskóla Íslands má skilja að val hafi átt sér stað, við þá ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins heimila undirbúning samningagerðar við Listaháskólans um stofnun kvikmyndadeildar við skólann. Þetta er kynnt eins og úthlutun hafi átt sér stað eftir keppni. Þetta er misskilningur."
Menntamálaráðuneytið hefur svarað bréfi hóps fagaðila þar sem spurt var um stöðu háskólanáms í kvikmyndagerð. Í svarbréfinu kemur fram að ráðherra hafi nýlega ákveðið að semja við Listaháskóla Íslands um að skólinn annist kvikmyndanám á háskólastigi.
"Hugmyndir um kvikmyndanám á háskólastigi eru langt frá því að vera nýjar af nálinni. Áætlanir og umræður um slíka deild hafa verið í deiglunni síðastliðna tvo áratugi eða svo. Í ljósi þeirrar umræðu sem skapast hefur að undanförnu um nám í kvikmyndagerð á háskólastigi er rétt að setja málið í frekara samhengi og árétta nokkur atriði." Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem hópur íslensks kvikmyndafólks skrifar undir.
Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.
WIFT, samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, vilja róttækar aðgerðir til að rétta af sláandi halla í iðnaðinum á Íslandi. Þær harma að ný kvikmyndastefna sem á að styðja við greinina til ársins 2030 taki ekki mið af jafnréttismálum.
Nordic Film and TV News fjallar um nýja kvikmyndastefnu fyrir Ísland á vef sínum og ræðir við Laufeyju Guðjónsdóttur, Lilju Ósk Snorradóttur, Grímar Jónsson og Skarphéðinn Guðmundsson um það sem hún felur í sér.
Lilja Ósk Snorradóttir, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir nýframlagða Kvikmyndastefnu til 2030 marka nýtt upphaf fyrir íslenska kvikmyndagerð.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram Kvikmyndastefnu til ársins 2030. Stefnan inniheldur fimm meginmarkmið sem ætlað er efla íslenskan kvikmyndaiðnað á næstu árum. Meðal annars er kveðið á um eflingu Kvikmyndasjóðs, stofnun sérstaks fjárfestingarsjóðs fyrir sjónvarpsverkefni, háskólamenntun í kvikmyndagerð, bætta miðlun kvikmyndaarfsins, fjölskylduvænna starfsumhverfi, skattaívilnanir og starfslaun höfunda kvikmyndaverka.
Samkvæmt upplýsingum úr Mennta- og menningarmálaráðuneytinu er ráðgert að verkefnishópur sem vinnur að gerð kvikmyndastefnu skili tillögum sínum til mennta- og menningarmálaráðherra í apríl næstkomandi.