HeimEfnisorðKvikmyndahátíð í Reykjavík

Kvikmyndahátíð í Reykjavík

Kvikmyndahátíð í Reykjavík mun leggja áherslu á tengslamyndun og samtal um kvikmyndir

Auk hnitmiðaðrar dagskrár sem miðast við gæði umfram magn verður sérstök áhersla á að kynna íslenskt hæfileikafólk í kvikmyndagerð, skapa tækifæri til samstarfs og samframleiðslu á kvikmyndaverkefnum og efla tengsl íslenskra kvikmyndagerðarmanna við alþjóðlegan kvikmyndaiðnað.

Kvikmyndahátíð í Reykjavík haldin 12.-21. september

Kvikmyndahátíð í Reykjavík (Reykjavik Film Festival) verður haldin dagana 12.-21. september næstkomandi í Bíó Paradís og á nokkrum öðrum stöðum í borginni. Þetta kemur fram á vef Bíó Paradísar, en það er sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna, rekstaraðili bíósins, sem einnig stendur fyrir hinni endurvöktu hátíð.

Fagnefnd BÍL: RIFF ekki náð tilætluðum árangri

Greinargerð fagnefndar BÍL varðandi afgreiðslu styrkja til kvikmyndahátíða hjá Reykjavíkurborg hefur nú verið gerð opinber. Fram kemur að nefndin telur að RIFF hafi ekki náð tilætluðum árangri en að umsókn Heimilis kvikmyndanna setji raunhæf markmið varðandi uppbyggingu verkefnisins.

Helga Stephenson um RIFF: Til hvers að fikta í formúlunni þegar vel gengur?

Helga Stephenson heiðursformaður RIFF hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi höfnun Reykjavíkurborgar á styrk til RIFF, þar sem hún segir m.a.: "Í Reykjavík er kvikmyndahátíð sem gengur vel. Til hvers að fikta í formúlunni sem liggur þar að baki og skipta um fólkið sem lætur hátíðina ganga ár eftir ár?"

Deilt um styrki til kvikmyndahátíða

Sú ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar að styrkja Heimili kvikmyndanna ses til að endurvekja Kvikmyndahátíð Reykjavíkur en ekki RIFF eins og undanfarin tíu ár, er umdeild.

Markmiðin með endurvakningu Kvikmyndahátíðar í Reykjavík

Stjórn Heimilis kvikmyndanna ses hefur sent frá sér tilkynningu vegna Kvikmyndahátíðar í Reykjavík, en Heimili kvikmyndanna hlaut nýlega styrk frá Reykjavíkurborg vegna þess verkefnis.

Opið bréf til Reykjavíkurborgar vegna RIFF

Stjórn RIFF hefur sent frá sér opið bréf til Reykjavíkurborgar þar sem borgin er hvött til að endurskoða ákvörðun sína um að fella niður styrkveitingu til hátíðarinnar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR