Bíó Paradís stendur fyrir kvikmyndafræðslu fyrir börn og unglinga sex vikur í senn á hvorri önn skólaársins en sýningar eru á þriðjudögum og fimmtudögum á skólatíma. Tilgangurinn með sýningunum er að veita börnum og unglingum möguleika á að kynnast kvikmyndum sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru ýmist klassískar perlur frá öllum skeiðum kvikmyndasögunnar eða eru lykilkvikmyndir sem hafa skapað sér sess innan kvikmyndasögunnar.