HeimEfnisorðJoker

Joker

Hildur Guðnadóttir fær Grammy verðlaun fyrir tónlistina í JOKER

Hildur Guðnadóttir hlaut í gær Grammy verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker eftir Todd Phillips. Fyrir ári vann hún Grammy verðlaun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Chernobyl.

Hildur Guðnadóttir: „Bæði sorglegt og gleðilegt“ að standa á stóra sviðinu

Anna Marsibil Clausen dagskrárgerðarmaður RÚV ræddi við Hildi Guðnadóttur í Los Angeles í gær, daginn eftir að verðlaunin voru afhent. Þar ræddi hún meðal annars um vinnslu tónlistarinnar við Joker, samstarfsmann sinn Jóhann Jóhannsson og ýmislegt fleira.

Hildur Guðnadóttir fær Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í JOKER

Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker eftir Todd Phillips. Verðlaunaafhendingin fór fram í nótt að íslenskum tíma. Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur Óskarsverðlaun.

Hildur Guðnadóttir vann BAFTA fyrir tónlistina í JOKER

Hildur Guðnadóttir vann BAFTA verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur hefur þegar fengið Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Þá fékk hún Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í Joker.

Hildur Guðnadóttir tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir JOKER

Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur vart tekið við Golden Globe verðlaunum fyrir tónlistina í Joker þegar hún er tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir sama verk. Þá er hún einnig tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir Chernobyl en þau verða afhent síðar í janúar. Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kynntar á mánudag en þar er hún á stuttlista fyrir Joker.

Hildur Guðnadóttir fær Golden Globe fyrir tónlistina í „Joker“

Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hildur er aðeins önnur konan til að vinna verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta sem vinnur þau ein.

Tónlist Hildar Guðnadóttur við „Joker“ á stuttlista til Óskarsverðlauna, Fríða Aradóttir og Heba Þórisdóttir einnig á stuttlista fyrir hár og förðun

Stuttlistar tilnefninga til Óskarsverðlauna hafa verið opinberaðir og á stuttlista fyrir bestu tónlist er meðal annars að finna skor Hildar Guðnadóttur fyrir kvikmyndina Joker. Þá er Fríðu Aradóttur og Hebu Þórisdóttur einnig að finna á stuttlista fyrir hár og förðun, sú fyrrnefnda fyrir Little Women og sú síðarnefnda fyrir Once Upon a Time... in Hollywood, en báðar hafa starfað í bandarískum kvikmyndaiðnaði um árabil.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR