Gengið hefur verið frá samningum um sýningar heimildamyndarinnar Innsæi-the Sea within í nokkrum af stærstu efnisveitum heims; Netflix, Vimeo on demand og Amazon Video.
Eiðurinn Baltasars Kormáks tekur kipp milli vikna og hefur nú fengið yfir 43 þúsund gesti eftir 13 vikur. Grimmd Antons Sigurðssonar hangir rétt undir tuttugu þúsund gestum eftir sjöundu sýningarhelgi.
Grimmd Antons Sigurðssonar nálgast tuttugu þúsund gesti eftir sjöttu sýningarhelgi og Eiðurinn Baltasars Kormáks hefur nú fengið yfir 41 þúsund gesti eftir 12 vikur.
Grimmd Antons Sigurðssonar er í tíunda sæti aðsóknarlista FRÍSK eftir fjórðu sýningarhelgi og hefur fengið tæplega fimmtán þúsund gesti. Eiðurinn Baltasars Kormáks nálgast 40 þúsund gesti eftir tíu vikur í sýningu. Tvær nýjar heimildamyndir, Aumingja Ísland og Svarta gengið voru frumsýndar um helgina.
Grimmd Antons Sigurðssonar er í tíunda sæti aðsóknarlista FRÍSK eftir fjórðu sýningarhelgi og hefur fengið tæplega fimmtán þúsund gesti. Eiðurinn Baltasars Kormáks nálgast 40 þúsund gesti eftir tíu vikur í sýningu. Tvær nýjar heimildamyndir, Aumingja Ísland og Svarta gengið voru frumsýndar um helgina.
Hjördís Stefánsdóttir skrifar í Morgunblaðið um heimildamyndina InnSæi eftir Hrund Gunnsteinsdóttur og Kristínu Ólafsdóttur. Hún gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu og segir hana minna áhorfendur á að heimurinn sé undraverður og verði seint kortlagður til hlítar.
Fjórar íslenskar kvikmyndir sem frumsýndar voru á RIFF halda áfram í sýningum í Bíó Paradís. Þetta eru heimildamyndirnar Ransacked og InnSæi ásamt bíómyndunum Sundáhrifin og Pale Star.
Heimildamyndin InnSæi - the Sea within var sýnd í Rubin Museum á Manhattan í New York um helgina við góðar undirtektir. Íslandsfrumsýning myndarinnar verður á RIFF þann 6. október og mun hún síðan fara í almennar sýningar.
Heimildamyndin Innsæi eftir Hrund Gunnsteinsdóttur og Kristínu Ólafsdóttur verður frumsýnd í Berlín í dag og verður síðan sýnd í 30 kvikmyndahúsum víða um Þýskaland. Myndin leitar svara við mikilvægi þess fyrir hvern og einn að tengja inn á við og við heim náttúrunnar í því samfélagi sem við lifum í í dag.