spot_img
HeimEfnisorðHvítur hvítur dagur

Hvítur hvítur dagur

„Hvítur, hvítur dagur“ Hlyns Pálmasonar valin á Critics’ Week í Cannes

Hvítur, hvítur dagur nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er í hópi þeirra sjö mynda sem valdar hafa verið í keppni á Critics‘ Week, hliðardagskrá Cannes hátíðarinnar. Þetta er annað árið í röð sem íslensk kvikmynd er valin í Critics' Week, en í fyrra hlaut Kona fer í stríð fern verðlaun í þeim flokki. Cannes hátíðin fer fram dagana 15.-23. maí.

Mikill áhugi á íslenskum myndum í vinnslu í Gautaborg

Þrjár væntanlegar íslenskar myndir voru sýndar í Verk í vinnslu flokknum á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð og voru meðal þeirra sem vöktu hvað mesta athygli og umtal, segir Wendy Mitchell hjá Screen.

„The Valhalla Murders“ og „Hvítur, hvítur dagur“ fá stuðning frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin The Valhalla Murders í leikstjórn Þórðar Pálssonar og bíómyndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar fengu styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Tökur á báðum verkum eru fyrirhugaðar í haust.

„Hvítur, hvítur dagur“ valin á Nordic Distribution Boost

Hvítur, hvítur dagur, næsta kvikmynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar í fullri lengd er nú í þróun og er eitt af aðeins sjö verkefnum sem valin hafa verið í nýtt átak hjá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum sem kallast „Nordic Distribution Boost“.

„Hvítur, hvítur dagur“ valin á virtar evrópskar samframleiðslumessur

Hvítur, hvítur dagur, væntanleg bíómynd Hlyns Pálmasonar, var annað tveggja verkefna í vinnslu sem voru valin á tvo mikilvægustu samframleiðslumarkaði Evrópu, Cinemart í Rotterdam og Berlinale Co-production Market í Berlín. Rotterdam hátíðin er nú hafin en Berlinale hefst 15. febrúar. Um er að ræða sérstakt samstarf þessara tveggja hátíða sem kallast Rotterdam-Berlinale Express og var stofnað 2002.

„Hvítur, hvítur dagur“ Hlyns Pálmasonar fær 110 milljónir úr Kvikmyndasjóði

Næsta verkefni Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur hefur hlotið 110 milljón króna vilyrði úr Kvikmyndasjóði. Tökur eru fyrirhugaðar á næsta ári, Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures framleiðir.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR