Hvítur, hvítur dagur nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er í hópi þeirra sjö mynda sem valdar hafa verið í keppni á Critics‘ Week, hliðardagskrá Cannes hátíðarinnar. Þetta er annað árið í röð sem íslensk kvikmynd er valin í Critics' Week, en í fyrra hlaut Kona fer í stríð fern verðlaun í þeim flokki. Cannes hátíðin fer fram dagana 15.-23. maí.
Þrjár væntanlegar íslenskar myndir voru sýndar í Verk í vinnslu flokknum á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð og voru meðal þeirra sem vöktu hvað mesta athygli og umtal, segir Wendy Mitchell hjá Screen.
Þáttaröðin The Valhalla Murders í leikstjórn Þórðar Pálssonar og bíómyndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar fengu styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Tökur á báðum verkum eru fyrirhugaðar í haust.
Hvítur, hvítur dagur, næsta kvikmynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar í fullri lengd er nú í þróun og er eitt af aðeins sjö verkefnum sem valin hafa verið í nýtt átak hjá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum sem kallast „Nordic Distribution Boost“.
Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var eitt fjögurra verkefna í vinnslu sem hlutu sérstaka viðurkenningu á CineMart samframleiðslumessunni á Rotterdam í dag.
Hvítur, hvítur dagur, væntanleg bíómynd Hlyns Pálmasonar, var annað tveggja verkefna í vinnslu sem voru valin á tvo mikilvægustu samframleiðslumarkaði Evrópu, Cinemart í Rotterdam og Berlinale Co-production Market í Berlín. Rotterdam hátíðin er nú hafin en Berlinale hefst 15. febrúar. Um er að ræða sérstakt samstarf þessara tveggja hátíða sem kallast Rotterdam-Berlinale Express og var stofnað 2002.
Næsta verkefni Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur hefur hlotið 110 milljón króna vilyrði úr Kvikmyndasjóði. Tökur eru fyrirhugaðar á næsta ári, Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures framleiðir.