HeimEfnisorðGuðmundur Ingi Þorvaldsson

Guðmundur Ingi Þorvaldsson

Guðmundur Ingi Þorvaldsson í Netflix myndinni MARY með Anthony Hopkins

Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með hlutverk Marsellusar, herforingja Rómverja, í nýrri Netflix mynd um Maríu mey. Hann leikur þar meðal annars á móti Anthony Hopkins sem leikur sjálfan Heródes konung Júdeu. 

Ný kvikmynd, „Taka 5“, væntanleg frá Magnúsi Jónssyni

Magnús Jónsson er þessa dagana að ganga frá sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Verkið kallast Taka 5 og fóru upptökur fram síðsumars í fyrra.

„Reykjavík“ frumsýnd í dag

Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Þetta er sætbeiskt gamandrama um reykvískt par sem stefnir í sitt hvora áttina. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.

Guðmundur Ingi Þorvaldsson og „Hrútar“ tilnefnd til National Film Awards í Bretlandi

Guðmundur Ingi Þorvaldsson er tilnefndur til National Film Awards í Bretlandi fyrir leik sinn í myndinni Chasing Robert Barker sem meðal annars var sýnd á síðustu RIFF-hátíð. Michael Fassbender, Tom Courtenay, Colin Firth, Tom Hardy og Daniel Craig fá einnig tilnefningu. Hrútar Gríms Hákonarsonar er tilnefnd sem besta erlenda mynd ársins.

„Chasing Robert Barker“ með Guðmundi Inga Þorvaldssyni heimsfrumsýnd á RIFF

Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með aðalhlutverkið í nýrri bresk/íslenskri spennumynd, Chasing Robert Barker, sem heimsfrumsýnd verður á RIFF. Leikstjóri og handritshöfundur er Daniel Florêncio, sem einnig framleiðir ásamt Snorra Þórissyni hjá Pegasus.

Kitla og plakat fyrir „Reykjavík“ opinberuð

Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson er væntanleg í kvikmyndahús í byrjun næsta árs. Kitla fyrir myndina er kynnt í dag ásamt kitluplakati.

Tökur standa yfir á „Reykjavík“ Ásgríms Sverrissonar

Tökur standa yfir á bíómyndinni Reykjavík, í leikstjórn Ásgríms Sverrissonar, sem einnig skrifar handritið. Með helstu hlutverk fara Atli Rafn Sigurðarson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Gríma Kristjánsdóttir.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR