Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með hlutverk Marsellusar, herforingja Rómverja, í nýrri Netflix mynd um Maríu mey. Hann leikur þar meðal annars á móti Anthony Hopkins sem leikur sjálfan Heródes konung Júdeu.
Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Þetta er sætbeiskt gamandrama um reykvískt par sem stefnir í sitt hvora áttina. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.
Guðmundur Ingi Þorvaldsson er tilnefndur til National Film Awards í Bretlandi fyrir leik sinn í myndinni Chasing Robert Barker sem meðal annars var sýnd á síðustu RIFF-hátíð. Michael Fassbender, Tom Courtenay, Colin Firth, Tom Hardy og Daniel Craig fá einnig tilnefningu. Hrútar Gríms Hákonarsonar er tilnefnd sem besta erlenda mynd ársins.
Guðmundur Ingi Þorvaldsson fer með aðalhlutverkið í nýrri bresk/íslenskri spennumynd, Chasing Robert Barker, sem heimsfrumsýnd verður á RIFF. Leikstjóri og handritshöfundur er Daniel Florêncio, sem einnig framleiðir ásamt Snorra Þórissyni hjá Pegasus.
Tökur standa yfir á bíómyndinni Reykjavík, í leikstjórn Ásgríms Sverrissonar, sem einnig skrifar handritið. Með helstu hlutverk fara Atli Rafn Sigurðarson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Gríma Kristjánsdóttir.