Félag kvikmyndagerðarmanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að kvikmyndagerðarmönnum bjóðist að leigja pláss í Gufunesi, en þar mun hugmyndin vera að byggja upp svokallaðan kvikmyndaklasa.
Björn B. Björnsson fyrrum formaður FK flutti stutta tölu á 50 ára afmæli Félags kvikmyndagerðarmanna þann 9. nóvember 2016 sem birtist nú hér. Í ræðunni fer hann yfir hlutverk FK og víkur einnig að stöðu mála varðandi fjármögnun leikins sjónvarpsefnis.
Haldið var upp á 50 ára afmæli Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) í Ægisgarði í fyrrakvöld. Margt var um manninn og borgarstjórinn í Reykjavík ávarpaði afmælisfögnuðinn.
Stjórn Félags kvikmyndagerðarmanna hefur sent frá sér tilkynningu vegna upphaflegrar umsagnar sinnar til Alþingis varðandi frumvarp um hækkun á endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar.
Truenorth, sem þjónustaði kvikmyndina Fast 8 við Mývatn og á Akranesi, hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við umsögn Félags kvikmyndagerðarmanna, FK. Fyrirtækið telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við og leiðrétta rangfærslur sem birtust í umsögninni.
Félag kvikmyndagerðarmanna gerir athugasemdir við frumvarp iðnaðarráðherra um hækkun tímabundinnar endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Félagið krefst þess meðal annars að það verði skilyrði fyrir endurgreiðslu að þjónustufyrirtæki og þeir sem kaupi þjónustu ráði að lágmarki 30% íslenskt/evrópskt vinnuafl við myndirnar, virði íslensk lög um vinnutíma, laun, aðbúnað og hollustuhætti svo og íslenska kjarasamninga að fullu.
Í dag 1. maí fær Félag kvikmyndagerðarmanna (FK) aðild að Rafiðnaðarsambandinu (RSÍ). FK, sem er 50 ára um þessar mundir, var stofnað af starfsmönnum hins nýstofnaða sjónvarps RÚV 1966. Alltaf stóð til að félagið yrði stéttarfélag en það varð ekki að veruleika fyrr en lögum félagsins var breytt 2014. Nú hefur FK stigið skrefið til fulls og hefur starfsemi stéttarfélagsdeildar frá og með deginum í dag.
Kvikmyndagerðarmenn undrast að Íslandsstofa hafi falið erlendum kvikmyndagerðarmönnum gerð kynningarmyndbands vegna herferðarinnar Inspired By Iceland. Myndbandið var unnið af Íslensku auglýsingastofunni, almannatengslaskrifstofunnni Brooklyn Brothers í London og Pulse Films. Leikstjórar og kvikmyndatökumenn á vegum Pulse Films gerðu myndbandið.
Breyta á Félagi kvikmyndagerðarmanna (FK) í stéttarfélag og mun félagið verða hluti af Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ). Sérstakur félagsfundur verður haldin í kvöld kl. 18 þar sem drög að nýjum lögum félagsins verða kynnt og rædd. Lögfræðingar félagsins og RSÍ mæta til að svara spurningum félagsmanna.