HeimEfnisorðEddan 2022

Eddan 2022

Augnablik á Edduverðlaunum

Edduverðlaunin voru afhent í Háskólabíói sunnudagskvöldið 18. september. Hér eru svipmyndir frá verðlaunaafhendingunni, eftirpartýinu og rauða dreglinum.

Þráinn Bertelsson: Sambandið milli íslenskra kvikmynda og áhorfenda má ekki rofna

Þráinn Bertelsson er í viðtali við Morgunblaðið í dag um feril sinn í tilefni heiðursverðlauna ÍKSA sem honum voru veitt á Eddunni í gær. Hann segir meðal annars að íslensk kvikmyndagerð byggi á sterku samtali við þjóðina sem megi ekki rofna.

Ingvars Lundberg minnst á Eddunni

Ingvars Lundberg, hljóðmanns, var minnst í ræðum þeirra Björns Viktorssonar og Rögnu Kjartansdóttur, þegar þau tóku við verðlaunum fyrir hljóð ársins á Eddunni í gær. Björn og Ingvar unnu saman að hljóðinu í kvikmyndinni Dýrið, sem vann til 12 verðlauna á hátíðinni.

Lilja Alfreðsdóttir á Eddunni: Lofa að gera allt sem ég mögulega get

Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti heiðursverðlaun ÍKSA og kynnti framlag Íslands til Óskarsins á Edduverðlaununum í gærkvöldi. Hún byrjaði á því að ávarpa kvikmyndabransann í tengslum við þann mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu.

Þráinn Bertelsson hlaut heiðursverðlaun ÍKSA

Þráinn Bertelsson leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fyrir brautryðjendastarf í þágu íslenskrar kvikmyndamenningar við afhendingu Edduverðlaunanna í kvöld.

Og Edduna 2022 fengu…

Edduverðlaunin 2022 voru afhent í Haskólabíói og í beinni útsendingu RÚV í kvöld. Kvikmyndin Dýrið var valin kvikmynd ársins og hlaut tólf Edduverðlaun. Þáttaröðin Systrabönd var valin leikið sjónvarpsefni ársins og Hækkum rána hlaut Edduna sem heimildamynd ársins.

Edduverðlaun veitt í skugga boðaðs niðurskurðar

Edduverðlaunin verða afhent á sunnudagskvöld í beinni útsendingu RÚV frá Háskólabíói. Rúm þrjú ár eru liðin síðan verðlaunin voru síðast veitt á opinberri samkomu. Ljóst er að hljóðið er þungt í kvikmyndabransanum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar Kvikmyndasjóðs og ekki ólíklegt að hátíðin muni bera þess merki. 

Edduverðlaunin afhent 18. september, kosningar 2.-11. september

Edduverðlaunin verða afhent sunnudaginn 18. september í Háskólabíói. Bein útsending verður á RÚV. Rafrænar kosningar akademíumeðlima munu fara fram 2.-11. september.

Opnað fyrir innsendingar Edduverðlauna, skilafrestur til miðnættis 25. janúar

Opnað hefur verið fyrir innsendingar á kvikmynda- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2022. Gjaldgeng eru verk frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2021.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR