Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, betur þekkt sem Sarma, hlaut heiðursverðlaun Eddunnar í ár fyrir yfir tuttugu ára þrotlaust starf í þágu íslenskra kvikmynda á erlendri grundu.
Hross í oss var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var fyrir fullum sal og í beinni útsendingu í Silfurbergi í Hörpunni í gærkvöldi. Hross í oss hlaut sex Eddur á hátíðinni, meðal annars fyrir leikstjórn, handrit og kvikmyndatöku. Málmhaus sópaði til sín verðlaunum og hlaut alls átta verðlaun, meðal annars fyrir klippingu, hljóð og tónlist.
Bein útsending verður á Stöð 2 frá Silfurbergi í Hörpu og verður útsendingin send út í opinni dagskrá. Kynnir verður Ólafía Hrönn Jónsdóttir en ásamt henni munu fjölmargar stjörnur stíga á svið; þekkt andlit af hvíta tjaldinu og sjónvarpsskjánum, sem og fólkið sem að öllu jöfnu starfar á bak við tjöldin og kvikmyndavélarnar.
Kosningin er spennandi í ár fyrir þá sök að handhafi Eddu fyrir bíómynd ársins blasir ekki afgerandi við. Ásgrímur Sverrisson veltir vöngum yfir mögulegum úrslitum. Hér er líka smá könnun þar sem þú getur spáð.
Í aðdraganda afhendingar Edduverðlauna tekur Kjarninn viðtal við tvo kvikmyndagerðarmenn sem tilnefnir eru til verðlaunanna í fyrsta sinn; klipparann Davíð Alexander Corno sem fær tilnefningu fyrir klippingu á Hross í oss og Þór Ómar Jónsson sem tilnefndur er sem leikstjóri ársins fyrir frumraun sína Falskur fugl.
Ilmur Kristjánsdóttir sem tilnefnd er til Edduverðlauna fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Ástríði, sem sýndir voru á Stöð 2 í haust, spjallar við Viðskiptablaðið um rulluna og annað sem er á döfinni.
Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason fara yfir hugmyndirnar á bakvið þáttaröðina Orðbragð sem naut mikilla vinsælda á RÚV í vetur og er nú tilnefnd til Edduverðlauna.
Valið á fleygustu ummælum íslenskra kvikmynda fyrir 2000 hefur vakið nokkra athygli og umfjöllun í fjölmiðlum. Kannski ekki síst vegna þess að Brynhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Edduverðlaunanna, vakti sérstaka athygli sjálf á því þegar tilnefningar voru kynntar í gær.
Tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í dag. Alls er tilnefnt í 23 flokkum auk þess sem tilkynnt verður um heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á hátíðinni sjálfri sem fram fer laugardaginn 22. febrúar. Sent verður beint út frá hátíðinni á Stöð 2 og verður útsendingin opin.
Sú tilhögun í reglum Edduverðlaunanna undanfarin ár að ef innsendingar í ákveðnum flokki eru fleiri en tíu skuli fimm verk tilnefnd er della. Þrjú verk í hverjum flokki duga.
Eddan verður afhent í Hörpunni laugardaginn 22. febrúar í beinni og opinni dagskrá Stöðvar 2. Frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti mánudaginn 6. janúar. Tilnefningar kynntar 30. janúar.
Frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti mánudaginn 6. janúar næstkomandi. Tilnefningar verða kynntar 30. janúar, hátíðin sjálf fer fram 22. febrúar í Hörpu.