spot_img
HeimEfnisorðEddan 2014

Eddan 2014

„Forréttindi að hafa fengið að starfa við íslenska kvikmyndagerð“

Sigríður Margrét Vigfúsdóttir, betur þekkt sem Sarma, hlaut heiðursverðlaun Eddunnar í ár fyrir yfir tuttugu ára þrotlaust starf í þágu íslenskra kvikmynda á erlendri grundu.

„Hross í oss“ kvikmynd ársins

Hross í oss var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var fyrir fullum sal og í beinni útsendingu í Silfurbergi í Hörpunni í gærkvöldi. Hross í oss hlaut sex Eddur á hátíðinni, meðal annars fyrir leikstjórn, handrit og kvikmyndatöku. Málmhaus sópaði til sín verðlaunum og hlaut alls átta verðlaun, meðal annars fyrir klippingu, hljóð og tónlist.

Edduverðlaunin afhent á laugardagskvöld

Bein útsending verður á Stöð 2 frá Silfurbergi í Hörpu og verður útsendingin send út í opinni dagskrá. Kynnir verður Ólafía Hrönn Jónsdóttir en ásamt henni munu fjölmargar stjörnur stíga á svið; þekkt andlit af hvíta tjaldinu og sjónvarpsskjánum, sem og fólkið sem að öllu jöfnu starfar á bak við tjöldin og kvikmyndavélarnar.

Viðhorf | Hver fær Edduna fyrir bíómynd ársins?

Kosningin er spennandi í ár fyrir þá sök að handhafi Eddu fyrir bíómynd ársins blasir ekki afgerandi við. Ásgrímur Sverrisson veltir vöngum yfir mögulegum úrslitum. Hér er líka smá könnun þar sem þú getur spáð.

Eddan 2014: Reynslubolti og nýliði í verðlaunafæri

Í aðdraganda afhendingar Edduverðlauna tekur Kjarninn viðtal við tvo kvikmyndagerðarmenn sem tilnefnir eru til verðlaunanna í fyrsta sinn; klipparann Davíð Alexander Corno sem fær tilnefningu fyrir klippingu á Hross í oss og Þór Ómar Jónsson sem tilnefndur er sem leikstjóri ársins fyrir frumraun sína Falskur fugl.

Ilmur um Ástríði: „Það sem er gert af hlýhug og velvilja vekur yfirleitt hlýhug og velvilja“

Ilmur Kristjánsdóttir sem tilnefnd er til Edduverðlauna fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Ástríði, sem sýndir voru á Stöð 2 í haust, spjallar við Viðskiptablaðið um rulluna og annað sem er á döfinni.

„Orðbragði“ beint að unga fólkinu

Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason fara yfir hugmyndirnar á bakvið þáttaröðina Orðbragð sem naut mikilla vinsælda á RÚV í vetur og er nú tilnefnd til Edduverðlauna.

Viðhorf | Ekkert kvenfólk með í þessari ferð sko!

Valið á fleygustu ummælum íslenskra kvikmynda fyrir 2000 hefur vakið nokkra athygli og umfjöllun í fjölmiðlum. Kannski ekki síst vegna þess að Brynhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Edduverðlaunanna, vakti sérstaka athygli sjálf á því þegar tilnefningar voru kynntar í gær.

„Málmhaus“ með flestar tilnefningar til Edduverðlauna

Tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í dag. Alls er tilnefnt í 23 flokkum auk þess sem tilkynnt verður um heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á hátíðinni sjálfri sem fram fer laugardaginn 22. febrúar. Sent verður beint út frá hátíðinni á Stöð 2 og verður útsendingin opin.

Viðhorf | Burt með fimm tilnefningar í Eddunni

Sú tilhögun í reglum Edduverðlaunanna undanfarin ár að ef innsendingar í ákveðnum flokki eru fleiri en tíu skuli fimm verk tilnefnd er della. Þrjú verk í hverjum flokki duga.

Metfjöldi innsendinga í Edduna

Aldrei fleiri kvikmynda- og sjónvarpsverk send í Edduna en í ár. Alls 108 verk og nöfn 288 einstaklinga. 102 verk í fyrra og nafn 151 einstaklings.

Eddan í fimmtánda sinn 22. febrúar, innsendingarfrestur rennur út 6. janúar

Eddan verður afhent í Hörpunni laugardaginn 22. febrúar í beinni og opinni dagskrá Stöðvar 2. Frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti mánudaginn 6. janúar. Tilnefningar kynntar 30. janúar.

Opnað fyrir innsendingar í Edduna

Frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti mánudaginn 6. janúar næstkomandi. Tilnefningar verða kynntar 30. janúar, hátíðin sjálf fer fram 22. febrúar í Hörpu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR