Björn B. Björnsson segir Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra nú rétt fyrir kosningar allt í einu styðja ýmis mál kvikmyndagerðar sem hún hafi ekki stutt áður. "Öll þessi mál eiga það sameiginlegt að Lilja hefði getað hrint þeim í framkvæmd á þeim sjö árum sem hún hefur verið ráðherra menningarmála - en kaus að gera það ekki," segir Björn meðal annars.
Björn B. Björnsson svarar grein Lilju Alfreðsdóttur frá í gær. Hann stendur við fyrri fullyrðingar sínar um að ráðherrann fari ekki rétt með og rekur efnisatriði lið fyrir lið.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefur á Vísi svarað grein Björns B. Björnssonar, þar sem hann gagnrýnir hana fyrir að hafa ekki sagt satt um svokölluð Covid framlög vegna kvikmyndagerðar. Hún hafnar því alfarið.
Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður skrifar á Vísi um niðurskurð Kvikmyndasjóðs og segir meðal annars að Lilja Alfreðsdóttir hafi sett Íslandsmet í niðurskurði á Kvikmyndasjóði og fái þann vafasama heiður að teljast versti ráðherra sem greinin hefur haft frá upphafi.
Í Leyndarmálinu, nýrri íslenskri heimildamynd eftir Björn B. Björnsson, segir níræður frímerkjakaupmaður frá hálfrar aldar leyndarmáli. Í kjölfarið er sett af stað rannsókn sem beinist að því að finna manninn sem seldi eitt dýrasta umslag heims frá Íslandi árið 1972. Myndin var á dagskrá RÚV í gærkvöldi og má skoða í spilara RÚV.
Björn B. Björnsson kvikmyndaframleiðandi hefur lagt fram umsögn á samráðsgátt sjórnvalda varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögum um endurgreiðslukerfið, þar sem hann mótmælir því að verk með endurgreiðslu undir 20 milljónum verði ekki lengur undanþegin yfirferð löggilts endurskoðanda.
Sýningar á þáttaröðinni Flateyjargátu hefjast á RÚV sunnudaginn 18. nóvember. Leikstjóri er Björn B. Björnsson, höfundur handrits er Margrét Örnólfsdóttir en þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu Viktors Arnar Ingólfssonar.
Deadline fjallar um áhugaverðar alþjóðlegar þáttaraðir sem birtast munu á árinu og vert er að hafa auga á. Flateyjargáta, sem Sagafilm framleiðir, er ein þeirra.
Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar og Flateyjargáta, þáttaröð Björns B. Björnssonar hlutu í dag styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkin fara í tökur á næsta ári.
Allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar YLE, SVT, NRK og DR hafa samið við Sagafilm, Reykjavík Films og RÚV um sýningarrétt á fjögurra þátta röð sem byggð er á metsölubók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu.
Minningarsýning um Guðmund Bjartmarsson kvikmyndatökumann, sem lést fyrir skömmu, fer fram í Bíó Paradís fimmtudaginn 11. maí kl. 20. Sýnd verður kvikmynd Jóhanns Sigmarssonar, Óskabörn þjóðarinnar, en Guðmundur var tökumaður hennar. Á eftir sýningu verður Guðmundar minnst. Jóhann, Björn B. Björnsson og Hjálmtýr Heiðdal ásamt Þorsteini Helgasyni hafa einnig skrifað minningarorð um Guðmund og má lesa þau hér.
Björn B. Björnsson fyrrum formaður FK flutti stutta tölu á 50 ára afmæli Félags kvikmyndagerðarmanna þann 9. nóvember 2016 sem birtist nú hér. Í ræðunni fer hann yfir hlutverk FK og víkur einnig að stöðu mála varðandi fjármögnun leikins sjónvarpsefnis.
"Mynd Björns Brynjúlfs er miklu meira en fóður fyrir pólitíska nörda," segir Karl Th Birgisson í umsögn sinni á Herðubreið. "Hún lýsir aðstæðum, einstaklingum, sögu, fáránlegum smáatriðum sem segja þó mikla sögu (Jóhanna við Steingrím þegar allt er búið: „Jæja, pabbi.“), og afhjúpar með einstökum hætti það sem fréttirnar segja okkur ekki."
Bíó Paradís frumsýnir heimildamynd Björns B. Björnssonar, Jóhanna - síðasta orrustan, fimmtudaginn 15. október næstkomandi. Myndin segir frá síðustu mánuðum Jóhönnu í embætti forsætisráðherra Íslands.
Það er ekkert því til fyrirstöðu að koma á jafnrétti í íslenskum kvikmyndum, segir Björn B. Björnsson og bendir á að það sé í höndum kvikmyndabransans.
"Kvikmyndaframleiðendur bundu satt að segja vonir við að núverandi stjórnvöld sæju framtíðina, tækifærin sem felast í íslenskri kvikmyndaframleiðslu, mikla fjárhagslega möguleika greinarinnar og menningarlegt mikilvægi hennar í heimi sem stendur okkur opinn. En það sem af er þessu kjörtímabili hafa þær vonir reynst blekking ein - eins og staðreyndirnar sýna," segir Björn B. Björnsson.