HeimEfnisorðBjörn B. Björnsson

Björn B. Björnsson

Björn B. Björnsson: Lilja lofar öllu fögru

Björn B. Björnsson segir Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra nú rétt fyrir kosningar allt í einu styðja ýmis mál kvikmyndagerðar sem hún hafi ekki stutt áður. "Öll þessi mál eiga það sameiginlegt að Lilja hefði getað hrint þeim í framkvæmd á þeim sjö árum sem hún hefur verið ráðherra menningarmála - en kaus að gera það ekki," segir Björn meðal annars.

Björn B. Björnsson: Hvers vegna segir Lilja ekki satt?

Björn B. Björnsson svarar grein Lilju Alfreðsdóttur frá í gær. Hann stendur við fyrri fullyrðingar sínar um að ráðherrann fari ekki rétt með og rekur efnisatriði lið fyrir lið.

Þing­menn verða að vita að Lilja segir satt – segir Lilja

Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefur á Vísi svarað grein Björns B. Björnssonar, þar sem hann gagnrýnir hana fyrir að hafa ekki sagt satt um svokölluð Covid framlög vegna kvikmyndagerðar. Hún hafnar því alfarið.

Björn B. Björnsson: Þing­menn verða að vita að Lilja segir ekki satt

Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður skrifar á Vísi um niðurskurð Kvikmyndasjóðs og segir meðal annars að Lilja Alfreðsdóttir hafi sett Íslandsmet í niðurskurði á Kvikmyndasjóði og fái þann vafasama heiður að teljast versti ráðherra sem greinin hefur haft frá upphafi.

LEYNDARMÁLIÐ, heimildamynd um einn helsta frímerkjastuld sögunnar

Í Leyndarmálinu, nýrri íslenskri heimildamynd eftir Björn B. Björnsson, segir níræður frímerkjakaupmaður frá hálfrar aldar leyndarmáli. Í kjölfarið er sett af stað rannsókn sem beinist að því að finna manninn sem seldi eitt dýrasta umslag heims frá Íslandi árið 1972. Myndin var á dagskrá RÚV í gærkvöldi og má skoða í spilara RÚV.

Björn B. Björnsson: Stjórnvöld stilli sig um að setja kostnaðaraukandi og íþyngjandi reglur varðandi endurgreiðslukerfið

Björn B. Björnsson kvikmyndaframleiðandi hefur lagt fram umsögn á samráðsgátt sjórnvalda varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögum um endurgreiðslukerfið, þar sem hann mótmælir því að verk með endurgreiðslu undir 20 milljónum verði ekki lengur undanþegin yfirferð löggilts endurskoðanda.

Þáttaröðin „Flateyjargáta“ í loftið á RÚV

Sýningar á þáttaröðinni Flateyjargátu hefjast á RÚV sunnudaginn 18. nóvember. Leikstjóri er Björn B. Björnsson, höfundur handrits er Margrét Örnólfsdóttir en þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu Viktors Arnar Ingólfssonar.

„Héraðið“ og „Flateyjargáta“ fá stuðning Norræna sjóðsins

Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar og Flateyjargáta, þáttaröð Björns B. Björnssonar hlutu í dag styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkin fara í tökur á næsta ári.

Þáttaröðin „Flateyjargáta“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum

Allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar YLE, SVT, NRK og DR hafa samið við Sagafilm, Reykjavík Films og RÚV um sýningarrétt á fjögurra þátta röð sem byggð er á metsölubók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu.

Guðmundar Bjartmarssonar minnst

Minningarsýning um Guðmund Bjartmarsson kvikmyndatökumann, sem lést fyrir skömmu, fer fram í Bíó Paradís fimmtudaginn 11. maí kl. 20. Sýnd verður kvikmynd Jóhanns Sigmarssonar, Óskabörn þjóðarinnar, en Guðmundur var tökumaður hennar. Á eftir sýningu verður Guðmundar minnst. Jóhann, Björn B. Björnsson og Hjálmtýr Heiðdal ásamt Þorsteini Helgasyni hafa einnig skrifað minningarorð um Guðmund og má lesa þau hér.

Viðhorf | Lök staða fjármögnunar leikins sjónvarpsefnis mikið áhyggjuefni

Björn B. Björnsson fyrrum formaður FK flutti stutta tölu á 50 ára afmæli Félags kvikmyndagerðarmanna þann 9. nóvember 2016 sem birtist nú hér. Í ræðunni fer hann yfir hlutverk FK og víkur einnig að stöðu mála varðandi fjármögnun leikins sjónvarpsefnis.

Herðubreið um „Jóhönnu“: Frábær mynd um einstaka tíma og einstaka konu

"Mynd Björns Brynjúlfs er miklu meira en fóður fyrir pólitíska nörda," segir Karl Th Birgisson í umsögn sinni á Herðubreið. "Hún lýsir aðstæðum, einstaklingum, sögu, fáránlegum smáatriðum sem segja þó mikla sögu (Jóhanna við Steingrím þegar allt er búið: „Jæja, pabbi.“), og afhjúpar með einstökum hætti það sem fréttirnar segja okkur ekki."

Heimildamyndin „Jóhanna – síðasta orrustan“ frumsýnd

Bíó Paradís frumsýnir heimildamynd Björns B. Björnssonar, Jóhanna - síðasta orrustan, fimmtudaginn 15. október næstkomandi. Myndin segir frá síðustu mánuðum Jóhönnu í embætti forsætisráðherra Íslands.

Viðhorf | Jafnrétti í kvikmyndum

Það er ekkert því til fyrirstöðu að koma á jafnrétti í íslenskum kvikmyndum, segir Björn B. Björnsson og bendir á að það sé í höndum kvikmyndabransans.

Viðhorf | Blekkingar og staðreyndir um framleiðslu íslenskra kvikmynda

"Kvikmyndaframleiðendur bundu satt að segja vonir við að núverandi stjórnvöld sæju framtíðina, tækifærin sem felast í íslenskri kvikmyndaframleiðslu, mikla fjárhagslega möguleika greinarinnar og menningarlegt mikilvægi hennar í heimi sem stendur okkur opinn. En það sem af er þessu kjörtímabili hafa þær vonir reynst blekking ein - eins og staðreyndirnar sýna," segir Björn B. Björnsson.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR