„Helsta rósin í hnappagat leikstjórans og myndarinnar í heild er frammistaða ungu leikkvennanna,“ segir Gunnar Ragnarsson gagnrýnandi Lestarinnar um Birtu Braga Þórs Hinrikssonar.
Margrét Júlía Reynisdóttir var valin af dómnefnd sem besta unga leikkonan á barnakvikmyndahátíðinni KIKIFe, sem fór fram dagana 18.-24. október í Þýskalandi. Margrét Júlía, sem er aðeins 8 ára, fer með hlutverk Kötu í kvikmyndinni Birtu.
Kristín Erla Pétursdóttir vann til DIAMANT verðlaunanna sem besta unga leikkonan (Best Child Actor) á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni SCHLINGEL sem fór fram í Þýskalandi dagana 9. - 16. október. Kristín Erla hlaut verðlaunin fyrir aðalhlutverk sitt í kvikmyndinni Birtu.
Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.
Sambýlisfólkið Helga Arnardóttir og Bragi Þór Hinriksson ljúka fljótlega tökum á barnamyndinni Birtu sem hann leikstýrir eftir sögu hennar. Hann segir þau hafa þurft að hugsa út fyrir kassann í kófinu.