HeimEfnisorðBíótekið

Bíótekið

Ný stafræn endurgerð SÖLKU VÖLKU í Bíótekinu

Nýtt sýningareintak af Sölku Völku (1954) verður á dagskrá Bíóteksins í Bíó Paradís þann 8. desember. Einnig verða á dagskrá The Kid (1921) eftir Chaplin og þýska kvikmyndin Gesetze der Liebe (1927) eftir Magnus Hirschfeld.

SVO Á JÖRÐU SEM Á HIMNI í Bíótekinu, leikstjóraspjall eftir sýningu

Kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á jörðu sem á himni, verður sýnd í nýrri og endurklipptri útgáfu leikstjórans í Bíótekinu í Bíó Paradís þann 24. nóvember. Vera Sölvadóttir ræðir við leikstjórann eftir sýningu.

ELDUR Í HEIMAEY og ÓRÓI í Bíótekinu

Haustdagskrá Bíóteksins hefst sunnudaginn 27. október í Bíó Paradís. Tvær myndir Ósvaldar Knudsen verða sýndar, sem og Órói eftir Baldvin Z og japanska kvikmyndin Pale Flower eftir Masahiro Shinoda.

Haustdagskrá Bíóteksins hefst um helgina

Haustdagskrá Bíóteksins í Bíó Paradís hefur verið opinberuð. Kvikmyndasafn Íslands stendur fyrir þessum mánaðarlegu sýningum.

Fullt hús á VARÐI FER Á VERTÍÐ

Bíótekið sýndi síðasta sunnudag heimildamynd Gríms Hákonarsonar, Varði fer á vertíð (2001). Húsfyllir var á sýningunni og komust færri að en vildu.

Japanskar samúræjamyndir og íslenskt bransahark í Bíótekinu

Bíótekið verður með næstu sýningar í Bíó Paradís, sunnudaginn 25. febrúar. Þá verða sýndar tvær japanskar bardagamyndir, Ken og Kiru, eftir Kenji Misumi og um kvöldið heimildamynd Gríms Hákonarsonar, Varði fer á vertíð.

FOXTROT í Bíótekinu

Bíótekið sýnir sunnudaginn 3. desember nýuppgert eintak af kvikmyndinni Foxtrot (1988). Jón Tryggason leikstjóri og Karl Óskarsson kvikmyndatökumaður ræða við áhorfendur eftir sýningu.

Íslandsmyndir Vigfúsar Sigurgeirssonar í Bíótekinu

Bíótek Kvikmyndasafnsins sýnir næsta sunnudag í Bíó Paradís ýmis brot úr safni Vigfúsar Sigurgeirssonar sem sýna fólk og staði yfir langt tímabil í sögu Íslands. Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur á Kvikmyndasafni Íslands, leiðir sýninguna.

Sjaldséðar íslenskar heimildamyndir í Bíótekinu

Bíótek Kvikmyndasafnsins fer í gang í Bíó Paradís sunnudaginn 24. september næstkomandi. Þá verða sýndar sex klassískar heimildamyndir og fimm af þeim eru íslenskar og hafa ekki verið á hvíta tjaldinu um langa hríð.

Sýnt úr fimm kvikmyndum um óeirðirnar á Austurvelli 1949 í Bíótekinu

Bíótek Kvikmyndasafnsins mun sýna úr fimm kvikmyndum sem lýsa óeirðunum á Austurvelli 1949 í Bíó Paradís sunnudaginn 26. mars. Sumar þeirra eru nýlega uppgötvaðar. Einnig verða sýndar kvikmyndirnar Z eftir Costa Gavras og Poltergeist eftir Tobe Hooper.

Ný sýningaröð Bíóteksins hefst 29. janúar

Bíótekið verður með fyrstu sýningar í nýrri sýningarröð sinni sunnudaginn 29. janúar en þá verða sýndar fjórar klassískar kvikmyndir: Eldeyjan (1973), Björgunarafrekið við Látrabjarg (1949), Pierrot le Fou (1965) eftir Jean-Luc Godard og Compartiment Tueurs (1965) eftir Costa Gavras.

Endurunnin stafræn útgáfa af PUNKTUR PUNKTUR KOMMA STRIK sýnd í Bíó Paradís

Bíótek Kvikmyndasafns Íslands sýnir endurunna stafræna útgáfu af Punktur punktur komma strik (1981) eftir Þorstein Jónsson sunnudaginn 4. desember kl. 17. Leikstjórinn verður viðstaddur sýninguna í Bíó Paradís og svarar spurningum á eftir.

NÝTT LÍF fær nýtt líf

Nýtt líf eftir Þráinn Bertelsson hefur fengið nýtt líf í formi nýrrar stafrænnar endurvinnslu. Hún kemur aftur í kvikmyndahús 30. nóvember.

Bíótekið hefst á ný

Bíótekið, sýningaröð á kvikmyndaklassík á vegum Kvikmyndasafnsins, hefst á ný sunnudaginn 11. september í Bíó Paradís. Bíótekið fór vel af stað síðasta vetur og voru sýningar fjölsóttar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR