Nýtt sýningareintak af Sölku Völku (1954) verður á dagskrá Bíóteksins í Bíó Paradís þann 8. desember. Einnig verða á dagskrá The Kid (1921) eftir Chaplin og þýska kvikmyndin Gesetze der Liebe (1927) eftir Magnus Hirschfeld.
Kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á jörðu sem á himni, verður sýnd í nýrri og endurklipptri útgáfu leikstjórans í Bíótekinu í Bíó Paradís þann 24. nóvember. Vera Sölvadóttir ræðir við leikstjórann eftir sýningu.
Haustdagskrá Bíóteksins hefst sunnudaginn 27. október í Bíó Paradís. Tvær myndir Ósvaldar Knudsen verða sýndar, sem og Órói eftir Baldvin Z og japanska kvikmyndin Pale Flower eftir Masahiro Shinoda.
Bíótekið verður með næstu sýningar í Bíó Paradís, sunnudaginn 25. febrúar. Þá verða sýndar tvær japanskar bardagamyndir, Ken og Kiru, eftir Kenji Misumi og um kvöldið heimildamynd Gríms Hákonarsonar, Varði fer á vertíð.
Bíótekið sýnir sunnudaginn 3. desember nýuppgert eintak af kvikmyndinni Foxtrot (1988). Jón Tryggason leikstjóri og Karl Óskarsson kvikmyndatökumaður ræða við áhorfendur eftir sýningu.
Bíótek Kvikmyndasafnsins sýnir næsta sunnudag í Bíó Paradís ýmis brot úr safni Vigfúsar Sigurgeirssonar sem sýna fólk og staði yfir langt tímabil í sögu Íslands. Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur á Kvikmyndasafni Íslands, leiðir sýninguna.
Bíótek Kvikmyndasafnsins fer í gang í Bíó Paradís sunnudaginn 24. september næstkomandi. Þá verða sýndar sex klassískar heimildamyndir og fimm af þeim eru íslenskar og hafa ekki verið á hvíta tjaldinu um langa hríð.
Bíótek Kvikmyndasafnsins mun sýna úr fimm kvikmyndum sem lýsa óeirðunum á Austurvelli 1949 í Bíó Paradís sunnudaginn 26. mars. Sumar þeirra eru nýlega uppgötvaðar. Einnig verða sýndar kvikmyndirnar Z eftir Costa Gavras og Poltergeist eftir Tobe Hooper.
Bíótekið verður með fyrstu sýningar í nýrri sýningarröð sinni sunnudaginn 29. janúar en þá verða sýndar fjórar klassískar kvikmyndir: Eldeyjan (1973), Björgunarafrekið við Látrabjarg (1949), Pierrot le Fou (1965) eftir Jean-Luc Godard og Compartiment Tueurs (1965) eftir Costa Gavras.
Bíótek Kvikmyndasafns Íslands sýnir endurunna stafræna útgáfu af Punktur punktur komma strik (1981) eftir Þorstein Jónsson sunnudaginn 4. desember kl. 17. Leikstjórinn verður viðstaddur sýninguna í Bíó Paradís og svarar spurningum á eftir.
Bíótekið, sýningaröð á kvikmyndaklassík á vegum Kvikmyndasafnsins, hefst á ný sunnudaginn 11. september í Bíó Paradís. Bíótekið fór vel af stað síðasta vetur og voru sýningar fjölsóttar.