HeimEfnisorðBergsteinn Björgúlfsson

Bergsteinn Björgúlfsson

Félag kvikmyndatökustjóra mótmælir fyrirkomulagi afhendingar Edduverðlauna

Félag kvikmyndatökustjóra gagnrýnir að fagverðlaun á Eddunni skuli hafa verið afhent áður en útsending frá verðlaunahátíðinni hófst og að þakkarræður þeirra hafi ekki verið sýndar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bergsteinn Björgúlfsson, forseti Félags Íslenskra kvikmyndatökustjóra (ÍKS), sendi fjölmiðlum.

Gengið framhjá kvikmyndatökumönnum

Fáir íslenskir kvikmyndatökustjórar starfa við íslenskar kvikmyndir sem eru styrktar af Kvikmyndasjóði. Bergsteinn Björgúlfsson, formaður Félags íslenskra kvikmyndatökustjóra, segir að Kvikmyndamiðstöð beinlínis hvetji framleiðendur í að ráða erlenda kvikmyndatökustjóra til starfa á kostnað þeirra íslensku sem hafi dýrt nám að baki. Allir þeir sem tilnefndir voru fyrir stjórn kvikmyndatöku í Eddunni á þessu ári komu erlendis frá.

Bergsteinn Björgúlfsson tilnefndur til verðlauna fyrir „Ófærð“ á Camerimage hátíðinni í Póllandi

Einn reyndasti tökumaður íslenskrar kvikmyndagerðar, Bergsteinn Björgúlfsson, er tilnefndur til verðlauna fyrir fyrsta þáttinn af Ófærð á pólsku hátíðinni Camerimage sem tileinkuð er kvikmyndatöku.

Eru fjölmargar íslenskar kvikmyndir glataðar að eilífu?

Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands bregst við ummælum forseta Félags kvikmyndatökustjóra um ófremdarástand í varðveislumálum kvikmynda. Hann bendir á að Kvikmyndasafnið vinni markvisst að því verkefni þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og að mikilvægt sé að horfa á heildarmyndina - sem er ekki eins svört og dregin hefur verið upp þó vissulega þurfi meira til.

Varðveisla kvikmynda í ólestri

Í opnu bréfi vekur Bergsteinn Björgúlfsson, forseti Félags íslenskra kvikmyndatökustjóra, athygli á því ófremdarástandi sem ríkir í varðveislu kvikmyndaarfsins.

Canon hátíð í Hörpu 14. nóvember

Nýherji stendur fyrir Canon sýningu og ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 14. nóvember næstkomandi. Þar munu íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn og ljósmyndarar segja frá verkefnum sem þeir hafa unnið, auk þess sem kynntur verður nýjasti búnaðurinn frá Canon.

„Hross í oss“ ríður feitum hesti frá Tallinn

Besta fyrsta mynd leikstjóra, besta myndatakan (Bergsteinn Björgúlfsson) og hlaut ennfremur verðlaun alþjóðasamtaka gagnrýnenda, FIPRESCI, sem besta mynd hátíðarinnar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR