spot_img
HeimEfnisorðBenji the Dove

Benji the Dove

“Benji the Dove” og “Adam” frumsýndar á Barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís í fimmta sinn 5.-15. apríl næstkomandi. Kvikmyndin Benji the Dove, sem er bandarísk endurgerð Benjamín dúfu (1995) verður frumsýnd á hátíðinni, en Erlingur Jack Guðmundsson er einn framleiðenda hennar. Einnig verður kvikmyndin Adam eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur sýnd á hátíðinni en hún var nýlega frumsýnd á Berlínarhátíðinni.

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda á leiðinni uppá tjald á næstunni

Útlit er fyrir fjölda frumsýninga íslenskra kvikmynda í haust og á fyrrihluta næsta árs eða sextán bíómynda og að minnsta kosti átta heimildamynda í fullri lengd. Aldrei áður hafa jafn margar myndir verið tilbúnar eða á lokastigum vinnslu.

Bandarísk endurgerð “Benjamín dúfu” í eftirvinnslu

Benji The Dove, bandarísk endurgerð á íslensku kvikmyndinni Benjamín dúfa frá 1995, sem byggð var á verðlaunasögu Friðriks Erlingssonar, verður frumsýnd síðar á þessu ári. Þetta segir Erlingur Jack, einn framleiðenda myndarinnar í samtali við DV.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR