Tryggð, fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur í fullri lengd, verður frumsýnd á fyrstu vikum nýs árs, Stikla og plakat myndarinnar hafa nú verið opinberuð.
Unnur Ösp Stefánsdóttir, aðalleikkona stuttmyndarinnar Frelsun eftir Þóru Hilmarsdóttur, var á dögunum valin besta leikkonan á Budapest Short Film Festival (Busho).
Kvikmyndin Tryggð í leikstjórn Ásthildar Kjartansdóttur er nú hálfnuð í tökum. Myndin er byggð á skáldsögunni Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur sem kom út árið 2006 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár. Framleiðendur eru þær Eva Sigurðardóttir fyrir Askja Films ásamt Ásthildi og fyrirtæki hennar Rebella Filmworks. Þær hafa kynnt til sögunnar ýmsar nýjungar í upptökuferlinu.
Askja Films og Rebella Filmworks, framleiðendur kvikmyndarinnar Tryggðarpantur sem fer í tökur í haust, munu halda sérstaka kynningu á fyrirbærinu Teymisfjármögnun (Crewfunding) í samvinnu við breska fyrirtækið Big Couch.
Fjórar stuttmyndir framleiddar af Askja Films Evu Sigurðardóttur fara kvikmyndahátíðarúntinn þessa dagana. Fyrirtækið vinnur að þróun verkefna í fullri lengd með leikstjórum allra myndanna og kynnir þau á hátíðum og mörkuðum.
Ásthildur Kjartansdóttir hyggst ráðast í tökur á fyrstu bíómynd sinni í haust. Verkið er byggt á skáldsögunni Tryggðapantur eftir Auði Jónsdóttur. Framleiðandi er Eva Sigurðardóttir hjá Askja Films. Þær leita nú að erlendum konum á aldrinum 25-50 ára til að leika í myndinni.
Anna Sæunn Ólafsdóttir framleiðandi, sem tók þátt í "pitch" keppni Shorts TV á Cannes, þótti vera með bestu stuttmyndarhugmyndina og hlaut að launum fimm þúsund evrur eða um 742.000 krónur. Upphæðin fer uppí kostnað við gerð myndarinnar sem kallast Frelsun og verður leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur.
Foxes eftir Mikel Gurrea vann stuttmyndakeppni Stockfish hátíðarinnar. Myndin er framleidd af Evu Sigurðardóttur og fyrirtæki hennar Askja Films, en Eva undirbýr nú gerð sinnar fyrstu stuttmyndar sem leikstjóri.
Kvikmyndafélagið Askja Films hyggst taka upp stuttmyndina Ein af þeim í leikstjórn Evu Sigurðardóttur fljótlega og leitar nú að leikurum. Leitað er að stelpum á aldrinum 14-16 ára og strákum á aldrinum 14-19 ára. Öllum er velkomið að sækja um og geta áhugasamir sent póst á þetta netfang, áheyrnarprufurnar verða síðan í október.
Eva Sigurðardóttir tekur þátt í "pitch" keppni á Cannes hátíðinni, ShortsTV, þar sem fimm bestu "pitchin" eru valin úr af kjósendum á netinu. Kosningunni lýkur kl. 16 á morgun miðvikudag, en sigurvegari verður kynntur á fimmtudag. Sá fær 5000 evrur til þess að framleiða mynd sína. Smelltu hér ef þú vilt styðja Evu til sigurs og mundu að staðfesta atkvæðið neðst á síðunni.