HeimEfnisorðArnór Pálmi Arnarsson

Arnór Pálmi Arnarsson

Lestin um HÚSÓ: Prýðisgóðir þættir með forvitnilegum persónum

"Skipar sér í röð nýstárlegs sjónvarpsefnis, þar sem íslenskur hversdagsleiki er sögusviðið," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í Lestinni á Rás 1 um þátttaröðina Húsó eftir Arnór Pálma Arnarson og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur.

HÚSÓ: Sögur þurfa sársaukatón

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Arnór Pálmi Arnarsson skrifa handritið að Húsó, nýjum leiknum þáttum á RÚV sem Arnór leikstýrir. Rætt var við þau á menningarvef RÚV.

[Stikla] Þáttaröðin HÚSÓ frumsýnd á RÚV 1. janúar 2024

Ný þáttaröð, Húsó, verður frumsýnd á RÚV þann 1. janúar 2024. Arnór Pálmi leikstýrir þáttunum, sem eru sex talsins. Hann skrifar einnig handrit ásamt Jóhönnu Friðrikku Sæmundsdóttur. Glassriver framleiðir.

Ólafur Darri verður forsætisráðherra

Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Ráðherranum, sem verður tekin upp á næsta ári. Þar leikur Ólafur Darri óhefðbundinn stjórnmálamann sem verður forsætisráðherra Íslands, hvers ákvarðanir verða verða sífellt óvenjulegri eftir að hann tekur við embætti. Sagafilm framleiðir þættina sem hafa verið í þróun í nokkur ár.

Önnur syrpa af „Ligeglad“ í undirbúningi

Anna Svava Knútsdóttir, Arnór Pálmi Arnarson og Vignir Rafn Valþórsson vinna nú að handriti annarrar syrpu af þáttaröðinni Ligeglad. Áætlað er að tökur fari fram á næsta ári og er stefnan tekin á suður Evrópu. Fréttatíminn ræddi við Önnu Svövu.

Gamanþáttaröðin „Ligeglad“ frumsýnd á RÚV annan í páskum

Gamanþættirnir Ligeglad í leikstjórn Arnórs Pálma Arnarsonar, verða frumsýndir á RÚV á annan í páskum, þann 28. mars. Þættirnir, sem eru sex talsins segja frá ævintýrum leikkonunnar og uppistandarans Önnu Svövu Knútsdóttur í Danmörku ásamt söngvaranum Helga Björnssyni og leikaranum Vigni Rafni Valþórssyni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR