spot_img
HeimEfnisorðÁrni Filippusson

Árni Filippusson

Börkur Sigþórsson leikstýrir „Babtiste“ fyrir BBC

Sýningar á BBC spennuþáttaröðinni Babtiste hefjast í kvöld, þriðjudag á RÚV. Börkur Sigþórsson (Vargur, Ófærð) leikstýrir þremur af sex þáttum í þessari fyrstu syrpu og Árni Filippusson er tökumaður þeirra.

Árni Filippusson í ÍKS

Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra (ÍKS) ákvað á síðasta aðalfundi að bjóða nýjum meðlimi, Árna Filippussyni, í félagið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu, en Árni verður ellefti meðlimur þess.

Tökur standa yfir á þáttaröðinni „Stellu Blómkvist“

Tökur standa nú yfir á þáttaröðinni Stellu Blómkvist í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir samnefndan hulduhöfund. Heiða Rún Sigurðardóttir (Poldark) fer með aðalhlutverkið, en Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir eru væntanlegir í haust.

[Stikla] „Autumn Lights“, bandarísk/íslensk spennumynd tekin á Íslandi, kemur í október

Bandarísk/íslenska spennumyndin Autumn Lights, sem tekin var upp hér á landi á síðasta ári, verður frumsýnd í Bandaríkjunum í október. Mystery er meðframleiðandi myndarinnar, sem jafnframt skartar íslenskum leikurum og starfsliði. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís í byrjun nóvember.

Þáttaröðin „Fangar“ fær um 27 milljóna króna styrk frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Fangar fékk á dögunum tæplega 27 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkefnið, sem fer í tökur í vor undir stjórn Ragnars Bragasonar, hefur þegar verið selt til norrænu sjónvarpsstöðvanna og víðar auk RÚV. Mystery framleiðir.

Þáttaröðin „Fangar“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum og víðar

Sjón­varpsþáttaröðin Fang­ar verður sýnd á öllum ríkissjónvarpsstöðum Norður­landanna, DR í Dan­mörku, NRK í Nor­egi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finn­landi auk RÚV á Íslandi. Þá hefur hún einnig verið seld til Canal+ í Póllandi. Sölu­fyr­ir­tækið Global Screen annast sölu á alþjóðlegum vettvangi, en tökur á þáttaröðinni hefjast á vormánuðum undir stjórn Ragnars Bragasonar.

Sjónvarpsþáttaröðin „Fangar“ í tökur á næsta ári

Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hefur hlotið stuðning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og tökur eru fyrirhugaðar um mitt næsta ár. Framleiðendur eru Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson fyrir Mystery Productions (Á annan veg, Málmhaus, Bakk).

Árni Filippusson í viðtali um ferilinn og verkefnin framundan

Árni Filippusson framleiðandi hjá Mystery Productions og tökumaður er fulltrúi Íslands í Producer on the Move þetta árið. Cineuropa ræddi við hann um hvernig hann komst inní bransann og verkefnin framundan.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR