Heather Millard, framleiðandi íslensks kvikmyndaverkefnis í þróun, hlaut Producers Network-viðurkenninguna á samframleiðslumarkaði evrópsku kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi, sem fram fór 16.-19. desember.
Frökk og tilraunakennd segir Claire Fulton hjá vefritinu Loud and Clear um Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur sem á dögunum var sýnd á Glasgow Film Festival.
„Mér finnst skemmtilegt að hugsa um The Post Performance Blues Band þannig að það hafi alltaf verið kvikmynd í formi hljómsveitar, hljómsveitin hafi verið í dulargervi sem nú er búið að færa hana úr, þótt það sem við blasi rugli mig samt kannski enn svolítið í rýminu, en á góðan hátt þó,“ segir Guðrún Elsa Bragadóttir gagnrýnandi Lestarinnar um Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.
Flott og frumleg frumraun og vel unnin en náði ekki rýni á sitt band, segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir hjá Morgunblaðinu meðal annars um Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.
"Einlæg, skemmtileg og hvetjandi mynd sem er einstaklega vel unnin," skrifar Birna Dröfn Jónasdóttir meðal annars í Fréttablaðið um Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.
Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, sem fer fram dagana 20. - 26. ágúst í Noregi.
Stefnir í að þetta verði költmynd segir Pat Mullen hjá hinu kanadíska Point of View Magazine um heimildamyndina Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur. Myndin var nýlega frumsýnd á Hot Docs hátíðinni í Toronto.