Í áttunda og síðasta bréfi sínu frá Berlínarhátíðinni leitar Haukur Már Helgason útí jaðarinn og gerir upp Boddinale hátíðina sem fram fer samtímis í borginni en á ögn smærri skala.
VIÐTAL | Haukur Már Helgason hitti Ásu Helgu Hjörleifsdóttur leikstjóra og handritshöfund á Berlínarhátíðinni og ræddi við hana um verðlaunastuttmynd hennar Ástarsögu, námið að baki, hlutverk fræða í listrænum þroska, reynsluna af markaðnum, verkefnið framundan og fleira.
Í sjöunda bréfi bíópostulans Hauks Más Helgasonar frá Berlínarhátíðinni segir af Berlín og Boddinale, hjáhátíðinni sem fram fer á sama tíma en leggur áherslu á myndir eftir Berlínarbúa.
Í sjötta bréfi sínu frá Berlín fjallar Haukur Már Helgason um tvær myndir, Ship Bun (Tíu mínútur) frá S-Kóreu og hina ítölsku In Grazia di dio - Quiet Bliss. Hann kallar þær kreppumyndir - myndir sem fjalla ekki bara um átök fólks við efnahagslega erfiðleika eða sýna hvernig þeir birtast í einkalífi persóna, heldur eru jafnvel kynntar af leikstjórum eða framleiðendum með skírskotun til kreppumyndarinnar eða fullum fetum sem kreppumyndir.
Í fimmta bréfi sínu frá Berlínalnum skrifar Haukur Már Helgason um þýsku myndina Milli heima og hina frönsku Ránið á Michel Houllebecq. Svo missir hann af nýjasta Resnais og kemst að því að Hross í oss er talin argentísk/þýsk.
Fjórða bréf Hauks Más Helgasonar frá Berlínarhátíðinni er um gjörninga, viðtökur eistnesku myndarinnar Free Range og blaðamannafund aðstandenda Nymphomaniac eftir Lars von Trier.
Í þriðja bréfi sínu frá Berlín fjallar Haukur Már Helgason um írönsku kvikmyndina Iranian og segir meðal annars: "Íranskir kvikmyndagerðarmenn hafa uppgötvað vídd í kvikmyndum, og þá ekki síst á mörkum heimildamynda og leikinna - hér með sviðsetningu mannanna á sjálfum sér, viljugri þáttöku í kvikmyndaðri tilraun - sem er ekki iðkuð víða annars staðar."