87 ára sögu Nýja bíós í Keflavík (Sambíóin Keflavík) lauk í gær. Nýja bíó var stofnað 1937, en opnaði í núverandi mynd 1944. Það var fyrsta kvikmyndahúsið í eigu fjölskyldunnar sem oft er kennd við Sambíóin og hefur nú rekið bíó í fimm ættliði.
Samkomulag milli stjórnvalda og kvikmyndagreinarinnar um fjármögnun og umfang íslenskrar kvikmyndagerðar er forsenda viss stöðugleika í greininni. Það hefur ekki verið í gildi síðan 2019, en afar brýnt er að koma því á aftur sem fyrst.
Fyrirhuguð lög um menningarframlag streymisveita snúast um að fá streymisveiturnar til að framleiða íslenskt efni. Þær munu geta valið hvort þær fjárfesti beint eða greiði gjald. Velji þær síðari kostinn getur ráðherra heimilað þeim að sækja um beint af þessu framlagi. Ekki virðist gert ráð fyrir aðkomu sjálfstæðra framleiðenda að því fé sem kann að renna í Kvikmyndasjóð.
Kvikmyndagerðarmenn eru mjög uggandi yfir stöðunni í greininni vegna mikils og stöðugs niðurskurðar Kvikmyndasjóðs, meginstoðar íslenskrar kvikmyndagerðar.
Í Kvikmyndastefnunni frá 2020 var fyrsta mál að efla Kvikmyndasjóð, meginstoð íslenskrar kvikmyndagerðar. Það byrjaði vel en nú, fjórum árum síðar, hefur hann verið skorinn hressilega niður og hefur ekki verið minni síðan niðurskurðarárið 2014. Um leið hefur endurgreiðsluhlutfall verið hækkað verulega til að auka samkeppnishæfni Íslands varðandi erlend stórverkefni. Stækkun þessarar hliðarstoðar nýtur stuðnings í greininni en gríðarlegur niðurskurður Kvikmyndasjóðs er ekki það sem Kvikmyndastefnan gengur útá.
Gervigreindartæknin (AI) er komin fram á sjónarsviðið með fítonskrafti og væntanlega ekki fréttir fyrir flesta lesendur Klapptrés. Spurningar um hvað eigi að gera við þessa tækni og hvernig skuli nota hana eru framarlega í hugum margra í kvikmyndabransanum á heimsvísu.
Stuttmyndasamkeppnin Sprettfiskur var meðal dagskrárliða á Stockfish hátíðinni í apríl síðastliðnum. Þar voru sýnd 20 verk af ýmsu tagi, leiknar stuttmyndir, tilraunaverk, stuttar heimildamyndir og tónlistarmyndbönd.