Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.
FÆRSLUHÖFUNDUR:

Ásgrímur Sverrisson

Kvikmyndaþing: Greinin við frostmark eftir þriðjungs niðurskurð á undanförnum árum, ráðherra fámáll um frekari aðgerðir

Kvikmyndaþing fór fram í gær í Bíó Paradís á vegum fagfélaganna. Staðan í greininni var rædd frá ýmsum hliðum að viðstöddum Loga Einarssyni menningarmálaráðherra. Hann steig á stokk í lokin og var vinsamlegur en sagði fátt bitastætt.

Fjórir hápunktar frá Skjaldborg 2025

Ásgrímur Sverrisson fór á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, sem fram fór á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina og gerði klippu um það allra helsta.

Gísli Snær um reynsluna af starfinu, breytingarnar hjá KMÍ og stöðu og horfur í greininni

Gísli Snær Erlingsson tók við stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands fyrir tveimur árum. Hann ræðir við Klapptré um reynslu sína af starfinu, hlutverk Kvikmyndamiðstöðvar, breytingarnar sem verið er að innleiða og loks stöðu og horfur í greininni.

87 ára sögu kvikmyndahúss í Keflavík lýkur, fjölskyldan hefur rekið bíó í fimm kynslóðir

87 ára sögu Nýja bíós í Keflavík (Sambíóin Keflavík) lauk í gær. Nýja bíó var stofnað 1937, en opnaði í núverandi mynd 1944. Það var fyrsta kvikmyndahúsið í eigu fjölskyldunnar sem oft er kennd við Sambíóin og hefur nú rekið bíó í fimm ættliði.

Afhverju er mikilvægt að gera reglulega samkomulag um umfang íslenskrar kvikmyndagerðar?

Samkomulag milli stjórnvalda og kvikmyndagreinarinnar um fjármögnun og umfang íslenskrar kvikmyndagerðar er forsenda viss stöðugleika í greininni. Það hefur ekki verið í gildi síðan 2019, en afar brýnt er að koma því á aftur sem fyrst.

Um hvað snýst streymisframlagið svokallaða?

Fyrirhuguð lög um menningarframlag streymisveita snúast um að fá streymisveiturnar til að framleiða íslenskt efni. Þær munu geta valið hvort þær fjárfesti beint eða greiði gjald. Velji þær síðari kostinn getur ráðherra heimilað þeim að sækja um beint af þessu framlagi. Ekki virðist gert ráð fyrir aðkomu sjálfstæðra framleiðenda að því fé sem kann að renna í Kvikmyndasjóð.

Latest Posts

spot_imgspot_img

EKKI MISSA AF