Jón Þór Hannesson sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar

Jón Þór Hannesson framleiðandi var í gær sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar af Höllu Tómasdóttur forseta Íslands.

Jón Þór hlaut fálkaorðuna fyrir brautryðjandastarf sitt í kvikmyndagerð.

Segir á Facebook síðu Kvikmyndasafns Íslands:

Jón Þór hefur starfað við kvikmynda- og sjónvarpsgerð í tæplega 60 ár eða allt frá því hann var ráðinn sem hljóðmaður í kvikmyndadeild nýstofnaðs Ríkissjónvarps. Hann átti síðar eftir að vera einn af stofnendum framleiðslufyrirtækisins Sagafilm og rak fyrirtækið um árabil. Jón Þór var áberandi í hinu svokallaða íslenska kvikmyndavori og framleiddi m.a. Óðal feðranna. Jón Þór er enn í fullu fjöri í kvikmyndagerðinni og sennilega afar fáir sem eiga lengri feril hér á landi í þeim bransa. Jón er tíður gestur á Kvikmyndasafni Íslands bæði í samviskusamlegum skilum á efni sem hann framleiðir sem og í leit hans að eldra myndefni fyrir framleiðslu sína. Kvikmyndasafn Íslands óskar Jóni Þór Hannessyni innilega til hamingju með fálkaorðuna!
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR