Stuttmyndin SJOPPA fær verðlaun í Portúgal

Stuttmyndin Sjoppa eftir Ísak Hinriksson var valin besta alþjóðlega myndin á dansmyndahátíðinni InShadow sem fram fór í síðustu viku í Lissabon í Portúgal.

Myndin hefur verið sýnd á fjölda kvikmyndahátíða þar á meðal RIFF, Festival de danse í Cannes, Bamberg Kurzfilmtage í Þýskalandi og Nordisk Panorama í Malmö.

Með aðalhlutverk fara Karitas Lotta Tulinius og Hákon Jóhannesson.

Skoða má stutta klippu frá tökum hér að neðan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR