Sýningar hefjast á MISSI

Sýningar hefjast í dag á Missi eftir Ara Alexander Ergis Magnússon.

Sýningar hefjast í dag á Missi eftir Ara Alexander Ergis Magnússon.

Verkið er byggt á samnefndri skáldsögu Guðbergs Bergssonar og fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Hann áræðir að lokum að hræra ösku konu sinnar í bolla með heitu vatni. Í sömu andrá og hann drekkur úr bollanum birtist hún honum og þau deila minningum úr lífi sínu saman. Myndin er ferðalag mannsins þar sem hann leitar svara við sorgum sínum og tilgangi lífsins með aðstoð glaðværs nágranna síns. Á leið sinni hittir hann fyrir kynlega kvisti, þar á meðal hrokafullan lækni, söluglaðan líkkistusmið, shamaniskan jógakennara, dularfullar nunnur, unga brúði frá Færeyjum og hvíta hundinn Skugga.

Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson og Guðrún Gísladóttir.

Ari Alexander skrifar handrit og leikstýrir. Framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson, Guðrún Edda Þórhannesdóttir og Gísli Hauksson, en meðframleiðendur eru Egil Ødegård og Kristian Van der Heyden.

Bergsteinn Björgúlfsson stjórnar kvikmyndatöku og Tom Denoyette klippir. Tónlist gerir Gyða Valtýsdóttir, Helga I. Stefánsdóttir hannar leikmynd og Sigurbjörg Stefánsdóttir gerir búninga. Øistein Boassen sér um hljóðhönnun.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR