HeimNý verkErlingur Óttar Thoroddsen leikstjóri KULDA: Heillaður af hrollvekjum frá barnsaldri

Erlingur Óttar Thoroddsen leikstjóri KULDA: Heillaður af hrollvekjum frá barnsaldri

-

Kuldi eftir Erling Óttar Thoroddsen verður frumsýnd þann 1. september. Rætt er við Erling á vefnum Kvikmyndir.is um myndina.

Segir um myndina: Þegar Óðinn byrjar að rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili, fer hann að gruna að óhugnalegir atburðir þaðan tengist dularfullu sjálfsmorði eiginkonu hans – sem og skringilegri hegðun táningsdóttur hans.

Með helstu hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólöf Halla Jóhannesdóttir, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Mikael Kaaber, Björn Stefánsson og Álfrún Örnólfsdóttir.

Erlingur Óttar skrifar handrit og leikstýrir. Heather Millard og Sigurjón Sighvatsson framleiða ásamt Elisa Heene. Brecht Goyvaerts stjórnar myndatöku og Linda Jildmalm ser um klippingu. Tónlist gerir Einar Tryggvason og Helga Rós Hannam sér um búninga. Calle Buddee Roos sér um hljóð.

Ólöf Halla Jóhannesdóttir í Kulda.

Á Kvikmyndir.is segir:

„Myndin er tilbúin en við erum að vinna í að gera sýningareintakið fullkomið. Svo er markaðssetningin auðvitað komin á fullt og það er mörgu að sinna í tengslum við hana. Þessar tvær vikur fram að frumsýningu eru frekar annasamar. Það er alltaf meira að gera en maður býst við fyrirfram,“ segir Erlingur.

Kuldi er gerð eftir samnefndri spennusögu Yrsu Sigurðardóttur og er þetta í fyrsta sinn sem Erlingur færir skáldsögu upp á hvíta tjaldið.  „Verkefnið var mjög skemmtilegt og krefjandi. Ferlið hófst fyrir sex árum þegar Sigurjón Sighvatsson framleiðandi hafði samband við mig. Hann spurði hvort ég hefði lesið bókina, sem ég var ekki búinn að gera á þeim tíma. Hann sendi mér eintak í kjölfarið með þeim skilaboðum að ef ég sæi bíómynd í bókinni yrði ég að láta hann vita.

Sigurjón var einn af framleiðendum síðustu kvikmyndar sem gerð var eftir sögu Yrsu, Ég man þig,  og þarna, þegar Sigurjón hafði samband við mig, var Ég man þig nýbúin að slá í gegn. Eftir að hafa lesið Kulda sá ég strax bíómynd og ég varð mjög spenntur fyrir verkefninu. Meðal annars fannst mér ýmislegt í sögunni vera eitthvað sem áhugavert væri að gera í íslenskri bíómynd.“

Erlingur segir að þar eigi hann við hluti sem þekkjast úr hrollvekjugeiranum m.a.  „Yrsa var einn af fáum höfundum á þessum tíma sem stíluðu inn á hrollvekjugeirann, t.d. með því að leika sér með hvort hlutir væru yfirnáttúrulegir eða gerðust í alvörunni. Ég hef sjálfur verið mjög upptekinn af hrollvekjum síðan ég var lítill strákur. Kuldi fer á mjög áhugaverða staði undir lok sögunnar og ég hugsaði strax að ef þetta yrði bíómynd þá langaði mig að taka þátt.“

Í framhaldinu settust þeir Sigurjón niður við skriftir. „Við vorum báðir að vinna í ýmsu öðru á þessum tíma. Þessvegna tóku skrifin nokkra stund, með löngum pásum inn á milli, þar til við komum á stað sem við vorum báðir sáttir við. Árið 2021 í miðjum faraldrinum ákváðum við svo að setja þetta í gang fyrir alvöru. Upptökur hófust í fyrra og nú er myndin að koma í bíó,“ segir Erlingur og brosir.

Elín Hall í Kulda.

Sammála um Jóhannes

Spurður að því hvort hann hafi alltaf séð Jóhannes Hauk Jóhannesson fyrir sér í aðalhlutverkinu segir Erlingur að svo hafi verið. „Við Sigurjón vorum sammála frá byrjun um að fyrsti leikarinn sem við myndum ræða við yrði Jóhannes. Þar spilaði líka inn í að Kuldi er næsta bók Yrsu á eftir Ég man þig. Þar lék Jóhannes einnig aðalhlutverk. Okkur fannst þetta vera svona andlegt framhald (e. spiritual sequel) af Ég man þig. Við höfðum því samband við Jóhannes frekar snemma í ferlinu og áður en handritið var tilbúið. Við vildum fá að vita hvort hann væri til í tuskið. Svo enduðum við á að tala við fleiri leikara úr Ég man þig eins og Söru Dögg og Önnur Gunndísi. Það var kannski meira til gamans fyrir okkur til að halda tengingu við fyrri myndina. Persónurnar í Kulda eru þó mjög ólíkar þeim sem þessir leikarar fóru með í Ég man þig, en ég held að þeim hafi fundist þetta skemmtilegt – að vera með okkur í að skapa kvikmyndaheim Yrsu Sigurðardóttur (e. Yrsa Sigurðardóttur Cinematic Universe).“

Um aðra leikara segir Erlingur að hann hafi haft ákveðnar hugmyndir um hvað hann vildi, en hafi ekki þekkt nógu vel yngri kynslóðir leikara eftir langan tíma í Bandaríkjunum. „Ég var ekki alveg meðvitaður um hverjar væru upprennandi stjörnur hér heima. Við héldum prufur og á endanum gekk mjög vel að ráða í öll hlutverk. Þetta small allt saman frekar auðveldlega.“

Feðginin Ólöf Halla Jóhannesdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson í Kulda.

Hrollvekjur til æviloka

Aðspurður segir Erlingur að þó svo að hann hafi hingað til leikstýrt hrollvekjum sé hann opinn fyrir fleiri tegundum mynda. „Þetta eru meira svona uppáhaldskvikmyndirnar mínar, sem ég hef horft á síðan ég var krakki. Einnig hef ég horft mikið á spennutrylla og vísindaskáldsögur. En maður hefur ekki alltaf fulla stjórn á því hvaða verkefni maður fær í hendur. Ég væri samt meira en sáttur við að gera ekkert annað en hrollvekjur til æviloka,“ segir Erlingur og hlær.

Stefnt er að því að selja Kulda til útlanda og vinna við það er nú þegar hafin að sögn Erlings. „Við erum að vinna með sölufyrirtækinu LevelK. Það er komin ákveðin áætlun og ég geri ráð fyrir að við munum tilkynna um framhaldið með haustinu. Einnig horfum við til þess að sýna myndina á kvikmyndahátíðum erlendis. Við höfum samt alltaf horft til þess að frumsýna myndina á Íslandi vegna vinsælda Yrsu á innanlandsmarkaði. Oft byrja íslenskar kvikmyndir á kvikmyndahátíðum og koma svo til Íslands en við vildum hefja leik á Íslandi.“

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.
[tdn_block_newsletter_subscribe title_text="ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ" description="RiVDMyVBMSVDMyVCMHUlMjBuJUMzJUJEamFzdGElMjBlZm5pJUMzJUIwJTIwJUMzJUExJTIwS2xhcHB0ciVDMyVBOSUyMCVDMyVBRCUyMHAlQzMlQjNzdGglQzMlQjNsZmklQzMlQjAlMjAlQzMlQkVpdHQlMjB0dmlzdmFyJTIwJUMzJUFEJTIwdmlrdSUyQyUyMCVDMyVBMSUyMG0lQzMlQTFudWQlQzMlQjZndW0lMjBvZyUyMGZpbW10dWQlQzMlQjZndW0u" input_placeholder="Netfangið þitt" btn_text="SKRÁÐU ÞIG" tds_newsletter2-image="25609" tds_newsletter2-image_bg_color="#c3ecff" tds_newsletter3-input_bar_display="row" tds_newsletter4-image="25608" tds_newsletter4-image_bg_color="#fffbcf" tds_newsletter4-btn_bg_color="#f3b700" tds_newsletter4-check_accent="#f3b700" tds_newsletter5-tdicon="tdc-font-fa tdc-font-fa-envelope-o" tds_newsletter5-btn_bg_color="#000000" tds_newsletter5-btn_bg_color_hover="#4db2ec" tds_newsletter5-check_accent="#000000" tds_newsletter6-input_bar_display="row" tds_newsletter6-btn_bg_color="#da1414" tds_newsletter6-check_accent="#da1414" tds_newsletter7-image="25610" tds_newsletter7-btn_bg_color="#1c69ad" tds_newsletter7-check_accent="#1c69ad" tds_newsletter7-f_title_font_size="20" tds_newsletter7-f_title_font_line_height="28px" tds_newsletter8-input_bar_display="row" tds_newsletter8-btn_bg_color="#00649e" tds_newsletter8-btn_bg_color_hover="#21709e" tds_newsletter8-check_accent="#00649e" embedded_form_code="JTNDIS0tJTIwQmVnaW4lMjBNYWlsY2hpbXAlMjBTaWdudXAlMjBGb3JtJTIwLS0lM0UlMEElM0NsaW5rJTIwaHJlZiUzRCUyMiUyRiUyRmNkbi1pbWFnZXMubWFpbGNoaW1wLmNvbSUyRmVtYmVkY29kZSUyRmNsYXNzaWMtMTBfNy5jc3MlMjIlMjByZWwlM0QlMjJzdHlsZXNoZWV0JTIyJTIwdHlwZSUzRCUyMnRleHQlMkZjc3MlMjIlM0UlMEElM0NzdHlsZSUyMHR5cGUlM0QlMjJ0ZXh0JTJGY3NzJTIyJTNFJTBBJTA5JTIzbWNfZW1iZWRfc2lnbnVwJTdCYmFja2dyb3VuZCUzQSUyM2ZmZiUzQiUyMGNsZWFyJTNBbGVmdCUzQiUyMGZvbnQlM0ExNHB4JTIwSGVsdmV0aWNhJTJDQXJpYWwlMkNzYW5zLXNlcmlmJTNCJTIwJTdEJTBBJTA5JTJGKiUyMEFkZCUyMHlvdXIlMjBvd24lMjBNYWlsY2hpbXAlMjBmb3JtJTIwc3R5bGUlMjBvdmVycmlkZXMlMjBpbiUyMHlvdXIlMjBzaXRlJTIwc3R5bGVzaGVldCUyMG9yJTIwaW4lMjB0aGlzJTIwc3R5bGUlMjBibG9jay4lMEElMDklMjAlMjAlMjBXZSUyMHJlY29tbWVuZCUyMG1vdmluZyUyMHRoaXMlMjBibG9jayUyMGFuZCUyMHRoZSUyMHByZWNlZGluZyUyMENTUyUyMGxpbmslMjB0byUyMHRoZSUyMEhFQUQlMjBvZiUyMHlvdXIlMjBIVE1MJTIwZmlsZS4lMjAqJTJGJTBBJTNDJTJGc3R5bGUlM0UlMEElM0NkaXYlMjBpZCUzRCUyMm1jX2VtYmVkX3NpZ251cCUyMiUzRSUwQSUzQ2Zvcm0lMjBhY3Rpb24lM0QlMjJodHRwcyUzQSUyRiUyRmtsYXBwdHJlLnVzMi5saXN0LW1hbmFnZS5jb20lMkZzdWJzY3JpYmUlMkZwb3N0JTNGdSUzRDBjN2UxOWFkMzg0ODE3MzY5ZTdlYjlkNjElMjZhbXAlM0JpZCUzRDdlYTVhNjZiNTUlMjIlMjBtZXRob2QlM0QlMjJwb3N0JTIyJTIwaWQlM0QlMjJtYy1lbWJlZGRlZC1zdWJzY3JpYmUtZm9ybSUyMiUyMG5hbWUlM0QlMjJtYy1lbWJlZGRlZC1zdWJzY3JpYmUtZm9ybSUyMiUyMGNsYXNzJTNEJTIydmFsaWRhdGUlMjIlMjB0YXJnZXQlM0QlMjJfYmxhbmslMjIlMjBub3ZhbGlkYXRlJTNFJTBBJTIwJTIwJTIwJTIwJTNDZGl2JTIwaWQlM0QlMjJtY19lbWJlZF9zaWdudXBfc2Nyb2xsJTIyJTNFJTBBJTA5JTNDaDIlM0VTdWJzY3JpYmUlM0MlMkZoMiUzRSUwQSUzQ2RpdiUyMGNsYXNzJTNEJTIyaW5kaWNhdGVzLXJlcXVpcmVkJTIyJTNFJTNDc3BhbiUyMGNsYXNzJTNEJTIyYXN0ZXJpc2slMjIlM0UqJTNDJTJGc3BhbiUzRSUyMGluZGljYXRlcyUyMHJlcXVpcmVkJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJtYy1maWVsZC1ncm91cCUyMiUzRSUwQSUwOSUzQ2xhYmVsJTIwZm9yJTNEJTIybWNlLUVNQUlMJTIyJTNFRW1haWwlMjBBZGRyZXNzJTIwJTIwJTNDc3BhbiUyMGNsYXNzJTNEJTIyYXN0ZXJpc2slMjIlM0UqJTNDJTJGc3BhbiUzRSUwQSUzQyUyRmxhYmVsJTNFJTBBJTA5JTNDaW5wdXQlMjB0eXBlJTNEJTIyZW1haWwlMjIlMjB2YWx1ZSUzRCUyMiUyMiUyMG5hbWUlM0QlMjJFTUFJTCUyMiUyMGNsYXNzJTNEJTIycmVxdWlyZWQlMjBlbWFpbCUyMiUyMGlkJTNEJTIybWNlLUVNQUlMJTIyJTNFJTBBJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJtYy1maWVsZC1ncm91cCUyMiUzRSUwQSUwOSUzQ2xhYmVsJTIwZm9yJTNEJTIybWNlLUZOQU1FJTIyJTNFRmlyc3QlMjBOYW1lJTIwJTNDJTJGbGFiZWwlM0UlMEElMDklM0NpbnB1dCUyMHR5cGUlM0QlMjJ0ZXh0JTIyJTIwdmFsdWUlM0QlMjIlMjIlMjBuYW1lJTNEJTIyRk5BTUUlMjIlMjBjbGFzcyUzRCUyMiUyMiUyMGlkJTNEJTIybWNlLUZOQU1FJTIyJTNFJTBBJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJtYy1maWVsZC1ncm91cCUyMiUzRSUwQSUwOSUzQ2xhYmVsJTIwZm9yJTNEJTIybWNlLUxOQU1FJTIyJTNFTGFzdCUyME5hbWUlMjAlM0MlMkZsYWJlbCUzRSUwQSUwOSUzQ2lucHV0JTIwdHlwZSUzRCUyMnRleHQlMjIlMjB2YWx1ZSUzRCUyMiUyMiUyMG5hbWUlM0QlMjJMTkFNRSUyMiUyMGNsYXNzJTNEJTIyJTIyJTIwaWQlM0QlMjJtY2UtTE5BTUUlMjIlM0UlMEElM0MlMkZkaXYlM0UlMEElMDklM0NkaXYlMjBpZCUzRCUyMm1jZS1yZXNwb25zZXMlMjIlMjBjbGFzcyUzRCUyMmNsZWFyJTIyJTNFJTBBJTA5JTA5JTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJyZXNwb25zZSUyMiUyMGlkJTNEJTIybWNlLWVycm9yLXJlc3BvbnNlJTIyJTIwc3R5bGUlM0QlMjJkaXNwbGF5JTNBbm9uZSUyMiUzRSUzQyUyRmRpdiUzRSUwQSUwOSUwOSUzQ2RpdiUyMGNsYXNzJTNEJTIycmVzcG9uc2UlMjIlMjBpZCUzRCUyMm1jZS1zdWNjZXNzLXJlc3BvbnNlJTIyJTIwc3R5bGUlM0QlMjJkaXNwbGF5JTNBbm9uZSUyMiUzRSUzQyUyRmRpdiUzRSUwQSUwOSUzQyUyRmRpdiUzRSUyMCUyMCUyMCUyMCUzQyEtLSUyMHJlYWwlMjBwZW9wbGUlMjBzaG91bGQlMjBub3QlMjBmaWxsJTIwdGhpcyUyMGluJTIwYW5kJTIwZXhwZWN0JTIwZ29vZCUyMHRoaW5ncyUyMC0lMjBkbyUyMG5vdCUyMHJlbW92ZSUyMHRoaXMlMjBvciUyMHJpc2slMjBmb3JtJTIwYm90JTIwc2lnbnVwcy0tJTNFJTBBJTIwJTIwJTIwJTIwJTNDZGl2JTIwc3R5bGUlM0QlMjJwb3NpdGlvbiUzQSUyMGFic29sdXRlJTNCJTIwbGVmdCUzQSUyMC01MDAwcHglM0IlMjIlMjBhcmlhLWhpZGRlbiUzRCUyMnRydWUlMjIlM0UlM0NpbnB1dCUyMHR5cGUlM0QlMjJ0ZXh0JTIyJTIwbmFtZSUzRCUyMmJfMGM3ZTE5YWQzODQ4MTczNjllN2ViOWQ2MV83ZWE1YTY2YjU1JTIyJTIwdGFiaW5kZXglM0QlMjItMSUyMiUyMHZhbHVlJTNEJTIyJTIyJTNFJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTIwJTIwJTIwJTIwJTNDZGl2JTIwY2xhc3MlM0QlMjJjbGVhciUyMiUzRSUzQ2lucHV0JTIwdHlwZSUzRCUyMnN1Ym1pdCUyMiUyMHZhbHVlJTNEJTIyU3Vic2NyaWJlJTIyJTIwbmFtZSUzRCUyMnN1YnNjcmliZSUyMiUyMGlkJTNEJTIybWMtZW1iZWRkZWQtc3Vic2NyaWJlJTIyJTIwY2xhc3MlM0QlMjJidXR0b24lMjIlM0UlM0MlMkZkaXYlM0UlMEElMjAlMjAlMjAlMjAlM0MlMkZkaXYlM0UlMEElM0MlMkZmb3JtJTNFJTBBJTNDJTJGZGl2JTNFJTBBJTNDc2NyaXB0JTIwdHlwZSUzRCd0ZXh0JTJGamF2YXNjcmlwdCclMjBzcmMlM0QnJTJGJTJGczMuYW1hem9uYXdzLmNvbSUyRmRvd25sb2Fkcy5tYWlsY2hpbXAuY29tJTJGanMlMkZtYy12YWxpZGF0ZS5qcyclM0UlM0MlMkZzY3JpcHQlM0UlM0NzY3JpcHQlMjB0eXBlJTNEJ3RleHQlMkZqYXZhc2NyaXB0JyUzRShmdW5jdGlvbiglMjQpJTIwJTdCd2luZG93LmZuYW1lcyUyMCUzRCUyMG5ldyUyMEFycmF5KCklM0IlMjB3aW5kb3cuZnR5cGVzJTIwJTNEJTIwbmV3JTIwQXJyYXkoKSUzQmZuYW1lcyU1QjAlNUQlM0QnRU1BSUwnJTNCZnR5cGVzJTVCMCU1RCUzRCdlbWFpbCclM0JmbmFtZXMlNUIxJTVEJTNEJ0ZOQU1FJyUzQmZ0eXBlcyU1QjElNUQlM0QndGV4dCclM0JmbmFtZXMlNUIyJTVEJTNEJ0xOQU1FJyUzQmZ0eXBlcyU1QjIlNUQlM0QndGV4dCclM0IlN0QoalF1ZXJ5KSklM0J2YXIlMjAlMjRtY2olMjAlM0QlMjBqUXVlcnkubm9Db25mbGljdCh0cnVlKSUzQiUzQyUyRnNjcmlwdCUzRSUwQSUzQyEtLUVuZCUyMG1jX2VtYmVkX3NpZ251cC0tJTNF" disclaimer="Þú getur afskráð þig hvenær sem er." tds_newsletter="tds_newsletter3" tds_newsletter3-title_color="#000000" tds_newsletter3-btn_bg_color="#dd3333" tds_newsletter3-btn_bg_color_hover="#000000" tds_newsletter3-f_title_font_family="182" tds_newsletter3-f_title_font_weight="400" tds_newsletter3-f_title_font_size="eyJhbGwiOiIyMCIsImxhbmRzY2FwZSI6IjEzIiwicG9ydHJhaXQiOiIxMyIsInBob25lIjoiMTMifQ==" tds_newsletter3-f_title_font_line_height="1.8" tds_newsletter3-f_title_font_spacing="0.2" tdc_css="eyJhbGwiOnsiYmFja2dyb3VuZC1jb2xvciI6IiNhN2UwZTUiLCJjb250ZW50LWgtYWxpZ24iOiJjb250ZW50LWhvcml6LWNlbnRlciIsImRpc3BsYXkiOiIifX0="]

NÝJUSTU FÆRSLUR