Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar Á ferð með mömmu.
Formaður dómnefndar var íranski leikstjórinn Jafar Panahi.
Þetta eru þriðju alþjóðlegu verðlaunin sem Á ferð með mömmu hlýtur síðan hún var heimsfrumsýnd á PÖFF kvikmyndahátíðinni í Tallin í nóvember síðastliðnum. Þar hlaut hún aðalverðlaunin sem besta kvikmynd og ennfremur hlaut tónskáld myndarinnar, Tõnu Kõrvits, verðlaunin fyrir bestu kvikmyndatónlist.
Á ferð með mömmu var frumsýnd á Íslandi fyrr á þessu ári og hefur verið aðsókarmesta íslenska kvikmyndin í bíó undanfarnar vikur.