BERDREYMI hlaut áhorfendaverðlaun í Mongólíu

Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut um helgina áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Ulaanbaatar Mongólíu (UBIFF), sem haldin var í 14. sinn í ár.

Á hverju ári eru áhorfendaverðlaunin ‘Fálkinn‘ veitt þeirri kvikmynd í alþjóðlega flokki UBIFF hátíðarinnar með hæstu meðalatkvæði í áhorfendakönnuninni.

Hún keppti þar á móti 16 öðrum myndum frá 13 löndum, mörgum þeim sterkustu og mest verðlaunuðu á árinu, þar á meðal Triangle of Sadness eftir Ruben Östlund sem vann Gullpálmann í Cannes, og Alcarrás eftir Carla Simón sem vann Gullbjörninn í Berlín.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR