Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson hafa á síðustu tveimur árum sent frá sér fjórar bíómyndir sem allar hafa notið velgengni í kvikmyndahúsum þrátt fyrir heimsfaraldur.
Þetta eru Síðasta veiðiferðin, Amma Hófí, Saumaklúbburinn og nú Allra síðasta veiðiferðin. Tveimur þeirra hafa þeir leikstýrt, en eru jafnframt framleiðendur allra myndanna.
Ég ræddi við þá um reynsluna af þessari þeysireið og hvert skal haldið héðan. Rétt er að taka fram að þeir eru einnig mínir nánu samstarfsmenn sem framleiðendur þáttanna Ísland: bíóland.