Gríðarstór opnunarhelgi LEYNILÖGGU

Leynilögga eftir Hannes Þór Halldórsson hlaut gríðarlega aðsókn á frumsýningarhelginni. Dýrið gengur áfram vel í miðasölunni.

Leynilöggu sáu alls 8,503 gestir um helgina, en með forsýningum frá miðvikudegi hefur myndin fengið hvorki meira né minna en 13,445 gesti. Þetta er á pari við opnunarhelgi Bjarnfreðarson (2009), sem að vísu var óvenju stutt (2 dagar). Bjarnfreðarson fékk alls yfir 66 þúsund gesti í bíó á sínum tíma.

Dýrið sáu 951 í vikunni sem leið en alls hefur myndin fengið 5,602 gesti eftir fimmtu sýningarhelgi. Í Bandaríkjunum er myndin komin með yfir 2,5 milljónir dollara í tekjur eftir þriðju sýningarhelgi.

332 sáu pólsk-íslensku myndina Wolka í vikunni, en myndin hefur alls fengið 1,613 gesti eftir aðra helgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 18.-24 okt. 2021

VIKURMYNDAÐSÓKN (SÍÐAST)ALLS (SÍÐAST)
Leynilögga 8,503 (helgin)13,445 (með forsýningum frá miðvikudegi)
5Dýrið951 (1,289)5,602 (4,651)
2Wolka332 (822)1,613 (1,281)
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

LEIÐRÉTTING: Í upphaflegri frétt var sagt að opnunarhelgi Bjarnfreðarson hefði verið löng. Hið rétta er að hún var stutt, 2 dagar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR