Stuttmyndin Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur bar sigur úr býtum í stuttmyndakeppninni Sprettfiskurinn sem Stockfish kvikmyndahátíðin stendur fyrir. Í verðlaun hlaut Ninna 1 milljón kr. tækjaúttekt hjá Kukl.
Stockfish kvikmyndahátíðin fór fram dagana 12. – 22. mars og í dómnefndinni í ár sátu handritshöfundurinn Ottó Geir Borg (Brim, Brot, Gauragangur), leikstjórinn Silja Hauksdóttir (Agnes Joy, Ástríður, Dís) og kvikmyndagagnrýnandinn og stofnandi Ubiquarian kvikmyndavefsins, Marina D. Richter.
Umsögn dómnefndar um verðlaunamyndina er eftirfarandi:
„Sometimes, help comes from the least expected direction, from little people we don’t take the notice of, but who are a constituent part of our daily lives. Sometimes, the little people can literally be that – children. The hero of the Shortfish competition is tucked in silence and burdened by big sorrows, and yet capable of putting it aside to offer comfort to a perfect stranger. We, the jury have made a unison decision. For its cinematic quality given in subtle images that speak even without a dialogue, for its warmth and a well nuanced script that focuses on human connection, and for its good eye for detail, we award the prize to Blaðberinn (Paperboy) by Ninna Pálmadóttir.“
Sjá nánar hér: Blaðberinn sigurvegari Sprettfisksins á Stockfish kvikmyndahátíðinni