Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur heldur áfram að gera það gott í bíó, en eftir þriðju sýningarhelgi hefur hún fengið alls 8,399 áhorfendur.
2,996 sáu Agnes Joy í vikunni, en alls hefur myndin fengið 8,399 gesti eftir 3. sýningarhelgi.
1,308 sáu Þorsta í annari sýningarviku en alls hafa 2,926 séð hana hingað til.
491 sáu Goðheima (Valhalla) í vikunni. Myndin hefur fengið alls 4,418 gesti eftir 4 sýningarhelgar.
Alls sáu 158 Hvítan, hvítan dag í vikunni, en heildaraðsókn nemur nú 11,105 manns eftir 10 sýningarhelgar.
Aðsókn á íslenskar myndir 28. okt. til 2. nóv. 2019
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDAR- AÐSÓKN | STAÐA HEILDAR- AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU |
---|---|---|---|---|
3 | Agnes Joy | 2,996 | 8,399 | 5,403 |
2 | Þorsti | 1,308 | 2,926 | 1,618 |
4 | Goðheimar (Valhalla) | 491 | 4,418 | 3,927 |
10 | Hvítur, hvítur dagur | 158 | 11,105 | 10,947 |