Endurbætt útgáfa af „Benjamín dúfu“ opnunarmynd Alþjóðlegrar barnamyndahátíðar

Rammi úr Benjamín dúfu.

Benjamín dúfa (1995) verður opnunarmynd Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík sem hefst í Bíó Paradís á fimmtudag, en endurbætt útgáfa myndarinnar hefur loksins litið dagsins ljós.

Fjögur ár eru liðin síðan Klapptré birti frétt um að von væri á stafrænt endurbættri útgáfu myndarinnar en það hefur dregist af ýmsum ástæðum.

Gísli Snær Erlingsson, núverandi skólastjóri London Film School, er leikstjóri myndarinnar. Handritið samdi Friðrik Erlingsson en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu hans. Baldur Hrafnkell Jónsson framleiddi myndina.

Benjamín dúfa segir frá fjórum vinum og viðburðaríku sumri í lífi þeirra. Regla rauða drekans er stofnuð og þeir Róland dreki, Andrés örn, Baldur hvíti og Benjamín dúfa hafa nóg fyrir stafni í baráttu sinni gegn ranglæti. Lífið virðist vera óslitið ævintýri, en það koma brestir í vináttuna, ævintýrið breytir um svip og kaldur raunveruleikinn ryðst inn í líf félaganna.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR