Stjórn ÍKSA hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Huldu Rósar Guðnadóttur valnefndarmeðlims um spillingu er hafnað.
Yfirlýsingin er svohljóðandi:
Yfirlýsing stjórnar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar vegna órökstuddra ásakana um spillingu
Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, furðar sig á órökstuddum ásökunum félagsmanns um spillingu í störfum akademíunnar, sem birtist í fjölmiðlum nýverið.
ÍKSA er sameiginlegur vettvangur hagsmunafélaga kvikmyndagerðarmanna í landinu, með það eitt að markmiði að stuðla að eflingu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Í þessu skyni stendur ÍKSA m.a. fyrir veitingu Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, ár hvert.
Stjórnarmeðlimir eru tilnefndir af fagfélögum innan sjónvarps- og kvikmyndageirans til tveggja ára í senn og vinna út frá starfsreglum Eddunnar.
Undirrituð starfa af heilindum fyrir ÍKSA og vísa ásökunum um spillingu alfarið á bug.
Hlín Jóhannesdóttir, SÍK formaður
Stefanía Thors, FK, ritari
Helga Rakel Rafnsdóttir, SKL, meðstjórnandi
Fahad Jabali, FK, meðstjórnandi
Laufey Guðjónsdóttir, KMÍ, meðstjórnandi
Silja Hauksdóttir, SKL, meðstjórnandi
Anton Máni Svansson, SÍK, meðstjórnandi