Svanurinn, kvikmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, vann til dreifingarverðlauna á kvikmyndahátíðinni í Napólí. Verðlaunin tryggja myndinni dreifingu um alla Ítalíu. Þetta eru fimmtu alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur.
Dómnefnd hafði eftirfarandi að segja um veitingu verðlaunanna:
„Með smekklegri og fágaðri notkun á kvikmyndamiðlinum tekst hér að tjá bæði mjög flóknar tilfinningar og hugmyndir, og miðla sjónarhorni aðalsöguhetjunnar ungu. Samverkanin af ólíkum frásagnarsviðum og túlkun leikaranna með einstakri birtu, litum og landslagi Íslands verður allt að því súrrealísk. Í Svaninum hlýðum við á eintal sálarinnar, það sem við höfum aldrei skrifað niður heldur geymt innra með okkur af afbrýðisemi og nísku. Ásu Helgu Hjörleifsdóttur hefur tekist að fjalla um og leikstýra tilteknu æviskeiði svo það snerti strengi og veki hluttekningu áhorfandans. Svanurinn endurkastar vægðarlausu en móðurlegu kalli náttúrunnar í manninum með sögu af tilvistarlegum þroska á einmanalegu lífsferðalagi. Sjónrænar frásagnir af Íslandi verða að rómantísku samtalsljóði sem auðvelt er að týna sér í. Sem fullorðið fólk getum við ekki annað en tekið hugdirfsku Sólar til hliðsjónar þegar út í hversdagsleikann er komið.“
Sjá nánar hér: Svanurinn vann dreifingarverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Napólí