„Reynir sterki“ og „Viktoría“ fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama

Brúsi Ólason leikstjóri stuttmyndarinnar Viktoría.

Heimildamyndin Reynir sterki eftir Baldvin Z og stuttmyndin Viktoría eftir Brúsa Ólason hafa verið valdar til þátttöku á Nordisk Panorama sem fram fer í Malmö 20.-25. september næstkomandi.

Reynir sterki var valin til þátttöku á Nordic Docs. Myndin er ein af 15 norrænum heimildamyndum sem keppa um 11.000 evra verðlaunafé í Nordic Docs keppninni.

Viktoría var valin til þátttöku á Nordic Shorts. Myndin var frumsýnd hérlendis á Stockfish kvikmyndahátíðinni sem fór fram í mars s.l. þar sem hún hlaut Sprettfiskinn, verðlaun fyrir bestu stuttmynd hátíðarinnar. Myndin er meðal 20 norrænna stuttmynda sem keppa um 7.000 evra verðlaunafé. Auk þess er sigurmyndin gjaldgeng í tilnefningu á stuttmyndahluta Óskarsverðlaunahátíðarinnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR