Adrift Baltasars Kormáks er með tæpa ellefu þúsund gesti eftir fjórðu sýningarhelgi . Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson með tæpa fjórtán þúsund gesti eftir sjöundu sýningarhelgi.
1,254 sáu Adrift í vikunni, en alls hafa 10,937 séð hana eftir fjórðu sýningarhelgi. Myndin er í níunda sæti.
755 sáu Kona fer í stríð í vikunni. Alls hafa nú 13,923 séð hana eftir sjö helgar. Myndin er áfram í áttunda sæti aðsóknarlistans.
Andið eðlilega hefur alls fengið 6,468 gesti eftir 18 vikur.
Vargur er í 19. sæti sæti eftir 10 vikur. Alls hafa 6,299 nú séð myndina.
Lói er í 15. sæti eftir 22. sýningarhelgi en alls hafa 24,127 séð myndina hingað til. Myndin er komin fram úr „forvera“ sínum, Hetjur Valhallar: Þór, sem sömu aðilar sendu frá sér 2011, en sú mynd fékk alls 24.044 gesti.
Aðsókn á íslenskar myndir 2.-8. júlí 2018
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDAR- AÐSÓKN | STAÐA HEILDAR- AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU |
---|---|---|---|---|
4 | Adrift | 1,254 | 10,937 | 9,683 |
7 | Kona fer í stríð | 755 | 13,923 | 13,168 |
23 | Lói - þú flýgur aldrei einn | 76 | 24,127 | 24,048 |
18 | Andið eðlilega | 50 | 6,468 | 6,418 |
10 | Vargur | 7 | 6,299 | 6,292 |