Heimildamyndin Bráðum verður bylting! eftir Hjálmtý Heiðdal og Sigurð Skúlason er meðal þeirra mynda sem verða frumsýndar á Skjaldborgarhátíðinni um næstu helgi. Stiklu myndarinnar má skoða hér.
Bráðum verður bylting! segir sögu ’68 kynslóðarinnar sem lét til sín taka í löndum Vesturlanda sjöunda áratugar s.l. aldar. Einstaklingar sem voru þátttakendur í því umróti sem einkenndi þennan tíma útskýra hvaða hvatar lágu að baki þegar þúsundir æskufólks hófu að berjast fyrir eigin gildum í trássi við ríkjandi viðhorf fyrri kynslóða. Sendiráðstakan í Stokkhólmi þ. 20. apríl 1970 var einn af hápunktum í þessari sögu.
Aðrar stiklur heimildamyndanna sem sýndar verða á Skjaldborg má skoða hér.