Einar Þór Gunnlaugsson sýnir heimildamynd sína Mirgorod, in search for a sip of water í Bíó Paradís dagana 27.-28. janúar næstkomandi. Myndin, sem er 50 mínútur, lýsir sögu og andrúmslofti þessarar úkraínsku borgar.
Myndinni er svo lýst:
Í Úkraínu, um 300 km frá átakasvæðunum í austri, er smáborgin Mirgorod, heimasveit skáldsins Nikolaj Gogols. Kvikmyndagerðarmenn heimsækja borgina til að kynnast frægu vatni sem kennt er við hana og hvers vegna hún var einn helsti heilsubær fyrrum Sovétríkjanna. Á ferð þeirra hitta þeir heimamenn sem draga fram bæði staðreyndir sögunnar og andrúmsloft aldanna í stríði og friði. Á meðal viðmælenda eru flóttamenn frá átaksvæðunum í Donetsk, listamaður og borgarstjórinn sem rekur einstök gæði vatnsins í borginni sinni. Áhorfendur rekast líka á hóp fólks undirbúa útihátíð og reka nefið inn í leikhús. Myndin sýnir óþekktar hliðar á landi sem kennt er við stríð.
Sjá nánar hér: Mirgorod, in search for a sip of water – Bíó Paradís