Rúmlega 33 þúsund gestir hafa nú séð Undir trénu eftir fimmtu sýningarhelgi.
Um helgina sáu 1,530 manns Undir trénu en alls 3,049 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 33,425 manns.
121 hafa séð Vetrarbræður eftir aðra sýningarhelgi. Myndin er sýnd með enskum texta í Bíó Paradís eingöngu en frá og með morgundeginum verður hún sýnd einnig í Háskólabíói og með íslenskum texta á báðum stöðum.
Ég man þig er nú komin með 47,323 gesti eftir 23 vikur í sýningum.