Aðsókn | Rúmlega 33 þúsund á „Undir trénu“ eftir fimmtu helgi

Rúmlega 33 þúsund gestir hafa nú séð Undir trénu eftir fimmtu sýningarhelgi.

Um helgina sáu 1,530 manns Undir trénu en alls 3,049 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 33,425 manns.

121 hafa séð Vetrarbræður eftir aðra sýningarhelgi. Myndin er sýnd með enskum texta í Bíó Paradís eingöngu en frá og með morgundeginum verður hún sýnd einnig í Háskólabíói og með íslenskum texta á báðum stöðum.

Ég man þig er nú komin með 47,323 gesti eftir 23 vikur í sýningum.

Aðsókn á íslenskar myndir 2.-8. okt. 2017

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
5Undir trénu3,04933,42530,376
2Vetrarbræður4912172
23Ég man þig4747,32347,276
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR