Aðsókn | 26 þúsund á „Undir trénu“ eftir þriðju helgi

Undir trénu heldur áfram að gera það gott í kvikmyndahúsum en nú hafa 26 þúsund manns séð myndina eftir þriðju sýningarhelgi. Myndin er í öðru sæti aðsóknarlistans.

Um helgina sáu myndina 3,963 manns en alls 8,023 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 25,999 manns.

Heimildamyndin Skjól og skart hefur alls fengið 214 gesti eftir aðra sýningarhelgi. Ég man þig er nú komin með 47,230 gesti eftir 21 viku í sýningum. Hjartasteinn hefur fengið alls 22,671 gesti eftir 37 vikur.

Aðsókn á íslenskar myndir 18.-24. september 2017

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
3Undir trénu8,02325,99917,976
21Ég man þig18347,23047,047
Skjól og skart85214129
37Hjartasteinn1022,67122,661
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR