Undir trénu nýtur áfram góðrar aðsóknar en nú hafa um 18 þúsund manns séð myndina eftir aðra sýningarhelgi. Myndin fer úr öðru sæti í það fyrsta.
Um helgina sáu myndina 4,688 manns en alls 10,474 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 17,976 manns.
Heimildamyndin Skjól og skart eftir Ásdísi Thoroddsen var frumsýnd í Bíó Paradís um helgina og fékk 129 gesti.
Ég man þig er nú komin með 47,047 gesti eftir 20 vikur í sýningum. Hjartasteinn hefur fengið alls 22,661 gesti eftir 36 vikur og heimildamyndin Out of Thin Air hefur fengið 640 gesti eftir 6 vikur í sýningum.