„Lói“ flýgur ekki einn

Gengið hefur verið frá sölu á teiknimyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn til alls 63 landa, en myndin seldist vel á nýafstaðinni Cannes hátíð.

Rætt er við Hilmar Sigurðsson, framleiðanda myndarinnar, í Morgunblaðinu:

Hilm­ar seg­ist hafa verið að funda með full­trú­um fyr­ir­tækja sem hafi keypt mynd­ina og gengið frá viðbót­ar­sölu. Mynd­in er enn í fram­leiðslu, fram­leidd af Gun­Hil og meðfram­leidd af belg­íska fyr­ir­tæk­inu Cy­born, og seg­ir Hilm­ar að hún verði full­kláruð í nóv­em­ber. „Hreyfi­mynda­gerðin, „ani­mati­on“, klár­ast hér hjá okk­ur í lok þessa mánaðar og þá er eft­ir áfram­hald­andi mynd­vinnsla fram á haustið. Svo tek­ur við hljóðsetn­ing, tónlist og allt það,“ seg­ir Hilm­ar.

Fer lík­lega víðar en Þór

Gun­Hil fram­leiddi einnig teikni­mynd­ina Hetj­ur Val­hall­ar – Þór, sem er dýr­asta teikni­mynd sem gerð hef­ur verið hér á landi og seg­ir Hilm­ar að mynd­in um Lóa verði aðeins ódýr­ari. Fram­leiðslu­kostnaður nemi rúm­um millj­arði króna.

Spurður að því hvort Lóa verði dreift víðar en mynd­inni um Þór seg­ir Hilm­ar að lík­lega verði bíódreif­ing­in meiri. „Það sem er komið núna er skil­yrt við að hún verði sýnd í kvik­mynda­hús­um. Þór endaði í 90 lönd­um í það heila þannig að við för­um ör­ugg­lega fram úr því,“ seg­ir hann.

Hilm­ar er spurður að því hvort hann hafi náð að sleikja sól­ina í Cann­es og seg­ist hann ekki hafa náð því. „Þetta er bara funda­seta frá morgni til kvölds,“ seg­ir hann kím­inn.

Sjá nánar hér: Lói í 63 löndum

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR