„Hjartasteinn“ valin bíómynd ársins á Eddunni, fékk alls níu verðlaun

Hluti hópsins sem kom að gerð Hjartasteins safnaðist saman á ...
Hluti hóps­ins sem kom að gerð Hjarta­steins safnaðist sam­an á sviðinu í kvöld til að veita viður­kenn­ing­unni mót­töku. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Kvik­mynd­in Hjarta­steinn í leik­stjórn Guðmund­ar Arn­ars Guðmunds­son­ar var ótví­ræður sig­ur­veg­ari Edd­unn­ar 2017 þegar verðlaun­in voru af­hent við hátíðlega at­höfn á Hót­el Hilt­on Reykja­vík Nordica fyrr í kvöld og sjón­varpað beint, í op­inni dag­skrá á RÚV.

Morgunblaðið skýrir frá:

Hjarta­steinn hlaut alls níu Edd­ur, en hafði verið til­nefnd til sex­tán. Hún var verðlaunuð sem mynd árs­ins, fyr­ir kvik­mynda­töku, klipp­ingu, leik­mynd og bún­inga auk þess sem Guðmund­ur var verðlaunaður fyr­ir bæði leik­stjórn sína og hand­rit. Blær Hinriks­son og Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir voru verðlaunuð fyr­ir leik sinn í mynd­inni, hann fyr­ir leik í aðal­hlut­verki og hún í auka­hlut­verki.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Næst­flest­ar Edd­ur hlaut kvik­mynd­in Eiður­inn í leik­stjórn Baltas­ars Kor­máks. Hún hlaut alls sex verðlaun, en hafði verið til­nefnd til þrett­án. Hún var verðlaunuð fyr­ir brell­ur, gervi, hljóð og tónlist auk þess sem Hera Hilm­ars­dótt­ir og Gísli Örn Garðars­son voru verðlaunuð fyr­ir leik sinn, hún í aðal­hlut­verki og hann í auka­hlut­verki.

„Ég átti ekki von á þessu, en auðvitað þykir mér vænt um þetta,“ seg­ir Gunn­ar H. Bald­urs­son leik­mynda­hönnuður sem er nýj­asti heiður­sverðlauna­hafi Edd­unn­ar. Gunn­ar út­skrifaðist úr aug­lýs­inga­deild Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands 1971 og hóf sama ár störf hjá leik­mynda­deild Sjón­varps­ins. Fyrstu árin vann hann hin ýmsu störf deild­ar­inn­ar en lengst af sem leik­mynda­hönnuður og um ára­bil var hann deild­ar­stjóri. Gunn­ar hef­ur unnið jöfn­um hönd­um við leik­mynd­ir fyr­ir kvik­mynd­ir og sjón­varpsþætti.

Blær Hinriksson var leikari ársins í aðalhlutverki fyrir Hjartastein.
Blær Hinriks­son var leik­ari árs­ins í aðal­hlut­verki fyr­ir Hjarta­stein. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
„Heim­ild­ar­mynd­in Ver­stöðin Ísland frá 1991 í leik­stjórn Er­lends Sveins­son­ar er meðal eft­ir­minni­leg­ustu verk­efna. Það var drifið áfram af mikl­um metnaði, en gekk ekki þrauta­laust sök­um þess hversu vont veðrið var,“ seg­ir Gunn­ar, þegar hann er innt­ur eft­ir verk­efn­um á ferl­in­um sem standi upp úr, en Gunn­ar hannaði einnig leik­mynd­ir fyr­ir Óðal feðranna (1980), Hrafn­inn flýg­ur (1984) og Al­ger Sveppi og Gói bjarg­ar mál­un­um (2014).

Mik­il­vægt að hlúa að grunn­in­um

„Það skemmti­leg­asta sem ég geri er að búa til barna­efni,“ sagði Ævar Þór Bene­dikts­son þegar hann tók við verðlaun­um fyr­ir besta barna- og ung­linga­efni. Hann sagði það mikla ábyrgð að búa til barna­efni og því þyrfti að koma fram við barna­menn­ingu af virðingu.

Hann skoraði á stjórn­völd og fjöl­miðla að gera barna­menn­ingu hærra und­ir höfði. „Það er ekki skrýtið ef húsið hryn­ur ef það er ekki lögð alúð við grunn­inn. Þetta er ekki flókið,“ sagði Ævar. Hann jafn­framt þakkaði Gunna og Fel­ix fyr­ir þeirra mik­il­væga fram­lag til barna­menn­ing­ar og vísaði til sjón­varpsþátta þeirra. Verðlaun­in til­einkaði hann afa sín­um og nafna.

Ævar Þór Benediktsson hlaut Edduna fyrir besta barna- og unglingaefni ...
Ævar Þór Bene­dikts­son hlaut Edd­una fyr­ir besta barna- og ung­linga­efni árs­ins.mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Við tök­um þá bara Edd­una.“ Þetta sögðu liðsmenn ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu þegar hallaði und­an fæti á EM í sum­ar, að sögn Sæv­ars Guðmunds­son­ar leik­stjóra heim­ild­ar­mynd­ar árs­ins Jök­ull­inn log­ar, þegar hann tók við verðlaun­un­um.

Hilm­ar Odds­son tók við verðlaun­un­um fyr­ir hönd dótt­ur sinn­ar, Heru Hilm­ars­dótt­ur, sem var val­in leik­kona árs­ins í aðal­hlut­verki.

Jökullinn logar er heimildarmynd ársins.
Jök­ull­inn log­ar er heim­ild­ar­mynd árs­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Kvik­mynd árs­ins

Hjarta­steinn – fram­leidd af Join Moti­on Pict­ur­es

Leik­stjórn árs­ins

Guðmund­ur Arn­ar Guðmunds­son fyr­ir Hjarta­stein

Hand­rit árs­ins

Guðmund­ur Arn­ar Guðmunds­son fyr­ir Hjarta­stein

Leik­ari árs­ins í aðal­hlut­verki

Blær Hinriks­son fyr­ir Hjarta­stein

Leik­kona árs­ins í aðal­hlut­verki

Hera Hilm­ars­dótt­ir fyr­ir Eiðinn

Leik­ari árs­ins í auka­hlut­verki

Gísli Örn Garðars­son fyr­ir Eiðinn

Leik­kona árs­ins í auka­hlut­verki

Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir fyr­ir Hjarta­stein

Heim­ild­ar­mynd árs­ins

Jök­ull­inn log­ar – fram­leidd af Purk­ur og Klipp Producti­ons

Stutt­mynd árs­ins

Ung­ar – fram­leidd af Askja Films

Sjón­varps­maður árs­ins

Helgi Selj­an í Kast­ljósi

Skemmtiþátt­ur árs­ins

Orðbragð – fram­leidd­ur af RÚV

Menn­ing­arþátt­ur árs­ins

Með okk­ar aug­um – fram­leidd­ur af Sagafilm

Frétta- eða viðtalsþátt­ur árs­ins

Leit­in að upp­run­an­um – fram­leidd­ur af Stöð 2

Barna- og ung­linga­efni árs­ins

Ævar vís­indamaður – fram­leitt af RÚV

Lífs­stílsþátt­ur árs­ins

Ræt­ur – fram­leidd­ur af RÚV

Leikið sjón­varps­efni árs­ins

Ligeglad – fram­leitt af Film­us

Sjón­varps­efni árs­ins

Ófærð

Tónlist árs­ins

Hild­ur Guðna­dótt­ir fyr­ir Eiðinn

Hljóð árs­ins

Huld­ar Freyr Arn­ar­son fyr­ir Eiðinn

Leik­mynd árs­ins

Hulda Helga­dótt­ir fyr­ir Hjarta­stein

Bún­ing­ar árs­ins

Helga Rós V. Hannam fyr­ir Hjarta­stein

Kvik­mynda­taka árs­ins

Sturla Brand­th Grøv­len fyr­ir Hjarta­stein

Gervi árs­ins

Ragna Foss­berg og Heim­ir Sverris­son fyr­ir Eiðinn

Klipp­ing árs­ins

Anne Østerud og Jan­us Bil­l­eskov Jan­sen fyr­ir Hjarta­stein

Brell­ur árs­ins

Pét­ur Karls­son og Daði Ein­ars­son fyr­ir Eiðinn

Heiður­sverðlaun

Gunn­ar H. Bald­urs­son

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Ungar var valin stuttmynd ársins.
Ung­ar var val­in stutt­mynd árs­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tók við verðlaunum fyrir Leitina að upprunanum ...
Sigrún Ósk Kristjáns­dótt­ir tók við verðlaun­um fyr­ir Leit­ina að upp­run­an­um sem frétta- eða viðtalsþátt árs­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Þátturinn Ligeglad var valinn leikið sjónvarpsefni ársins.
Þátt­ur­inn Ligeglad var val­inn leikið sjón­varps­efni árs­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Hilmar Oddsson tók við verðlaunum fyrir hönd dóttur sinnar Heru.
Hilm­ar Odds­son tók við verðlaun­um fyr­ir hönd dótt­ur sinn­ar Heru. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Gunnar H. Baldursson er nýjasti heiðursverðlaunahafi Eddunnar.
Gunn­ar H. Bald­urs­son er nýj­asti heiður­sverðlauna­hafi Edd­unn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR