
Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var valin besta íslenska stuttmyndin á Northern Wave hátíðinni sem lauk í kvöld.
Myndin vann samskonar verðlaun á RIFF fyrir nokkrum vikum. Hún er framleidd af Evu Sigurðardóttur fyrir Askja Films og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur fyrir Zik Zak Filmworks. Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverk. Myndin var styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands.
Besta íslenska tònlistarmyndbandið var við lagið Playdough eftir Cryptochrome í leikstjórn Loga Hilmarssonar.
Besta erlenda stuttmyndin var As vacas de Wisconsins eftir Sara Traba.
Dómnefnd skipuðu Ottó Geir Borg, Ilmur Kristjánsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir.