Deepa Mehta heiðursgestur RIFF 

Deepa Mehta leikstýra.
Deepa Mehta leikstýra.

Indverska leikstýran Deepa Mehta verður heiðursgestur á RIFF hátíðinni sem hefst 29. september.

Fréttatíminn fjallar um þetta:

Nýjasta kvikmynd hennar, Anatomy of violence, kemur beint af kvikmyndahátíðinni í Toronto. Í henni fjallar Mehta um einn alræmdasta glæp sem framinn hefur verið á Indlandi, hina hrottalegu hópnauðgun og morð á 23 ára gamalli konu í strætisvagni í Nýju Delhi árið 2012. Málið vakti óhug um allan heim og kallaði á fjöldamótmæli í öllum helstu borgum Indlands. Myndin blandar saman staðreyndum og skáldskap, en ellefu leikarar spinna þar aðstæður nauðgaranna sex í samvinnu við Metha. Einnig verða kvikmyndirnar Midnight’s Children, frá árinu 2012 og Beeba Boys, frá árinu 2015, sýndar á hátíðinni, en íslenski tónlistarmaðurinn Biggi Hilmars, sem kenndur var við hljómsveitina Ampop, samdi tónlistina í síðarnefndu myndinni.

Sjá nánar hér: Heiðursgestur RIFF með eldfima mynd um hópnauðgunina í Dehli

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR