Greining | Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2015

Hér er listi yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir, leikið sjónvarpsefni og stuttmyndir í sjónvarpi árið 2015.

Um aðferðafræðina

Tölurnar eru byggðar á áhorfsmælingum Gallup sem framkvæmdar eru daglega árið um kring. Birtar eru áhorfstölur í prósentum og fjölda áhorfenda. Á bakvið hvert prósent eru 2.420 manns á aldrinum 12-80 ára. Tölurnar innihalda allt áhorf, þar með talið svokallað hliðrað áhorf (Sarpur, tímaflakk, VOD ofl.)

Um öll verk gildir að ef verk er endursýnt á árinu er áhorf á fyrstu og aðra sýningu (og fleiri eftir atvikum) lagt saman.

Þegar verk birtist í tveimur þáttum eða fleiri er birt meðaláhorf. Það er reiknað þannig að áhorfstölur hvers þáttar fyrir sig eru lagðar saman og deilt í með fjölda þátta.

Hafa ber í huga að útleggingar mælinga eru mismunandi eftir eðli verka.

Bíómyndir eru (oftast) sýndar í heilu lagi og því er um heildaráhorf að ræða. Þó eru þær í sumum tilfellum sýndar oftar en einu sinni á árinu og þar er því áhorf á báða sýningartíma lagt saman.

Heimildamyndir eru stundum stakar en stundum í þáttaröðum. Gerð er grein fyrir þessu með hvert verk og því ýmist um heildaráhorf eða meðaláhorf á þátt að ræða eftir atvikum.

Leikið sjónvarpsefni er yfirleitt sýnt í nokkrum þáttum og að auki gjarnan endursýnt og því er þar sagt frá meðaláhorfi á þátt.

Í mörgum tilfellum er um endursýningar á verkum að ræða og á það sérstaklega við um eldri verk. Þau eru merkt sérstaklega með (e).

Einnig er rétt að benda á að sumar tölur eru námundaðar, á það sérstaklega við um verk sem sýnd eru í bútum (með auglýsingahléum) en nokkuð flókið er að finna út hárnákvæmt áhorf á slíkar sýningar. Tölurnar eru þó nærri lagi.

Verði lesendur varir við villur er hægt að koma ábendingum á framfæri hér.

Áhorf á leikið sjónvarpsefni 2015

HeitiStöðFjöldi þáttaFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
ÓfærðRÚV1265,3***158.026
DrekasvæðiðRÚV6235***84.700
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunumRÚV3332,5***78.650
Klukkur um jólRÚV3315,8***38.236
Réttur IIIStöð 29215,6***37.752
BlóðbergStöð 21114,635.332
Hreinn Skjöldur (e)Stöð 27212,9***31.218
Brekkukotsannáll (e)RÚV2211,3***27.346
Þær tværStöð 2619,3***22.506
Ástríður II (e)Stöð 2616,8***16.660
Paradísarheimt (e)RÚV326,4***15.488
Stelpurnar (e)Stöð 21114,9***11.858
***Meðaláhorf á þátt.| (e) Endursýning
***Meðaláhorf á þátt.| (e) Endursýning. | Athugið að í tilfelli Ófærðar er aðeins um fyrsta þátt að ræða.
Hera Hilmarsdóttir í Vonarstræti eftir Baldvin Z.
Hera Hilmarsdóttir í Vonarstræti eftir Baldvin Z. Myndin naut mests áhorfs af öllum bíómyndum sem sýndar voru í sjónvarpi 2015.

Áhorf á bíómyndir 2015

HeitiStöðFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
VonarstrætiRÚV229,6**71.632
Stella í orlofi (e)RÚV129,270.664
Hross í ossRÚV123,957.838
Jóhannes (e)RÚV118,143.802
Veggfóður (e)RÚV117,843.076
Okkar eigin Osló (e)RÚV115,637.752
Falskur fuglRÚV11536.300
Perlur og svín (e)RÚV114,334.606
Órói (e)RÚV113,131.702
Skrapp út (e)RÚV11331.460
Reykjavík-Rotterdam (e)RÚV112,931.218
Ungfrúin góða og húsið (e)RÚV112,931.218
Gauragangur (e)RÚV11229.040
Benjamín dúfa (e)RÚV111,928.798
Á annan veg (e)RÚV111,527.830
79 af stöðinni (e)RÚV110,926.378
Hrafninn flýgur (e)RÚV110,725.894
Karlakórinn Hekla (e)RÚV110,425.168
Skilaboð til Söndru (e)RÚV110,124.442
Rokland (e)RÚV19,222.264
Kristnihald undir jökli (e)RÚV28,8**21.296
Atómstöðin (e)RÚV18,520.570
Salka Valka (e)RÚV1819.360
Kaldaljós (e)RÚV17,818.876
Tár úr steini (e)RÚV17,317.666
Raquela drottning (The Amazing Truth About Queen Raquela) (e)RÚV15,513.310
Nói albínói (e)RÚV15,312.826
Ikingut (e)RÚV13,27.744
Africa United (e)Stöð 211,63.872
Svartur á leik (e)Stöð 211,12.662
Djúpið (e)Stöð 210,751.815
Bjarnfreðarson (e)Stöð 210,751.815
**Tvær sýningar á árinu, samanlagt áhorf.
Rammi úr heimildaþáttaröðinni Popp- og rokksögu Íslands eftir Markelsbræður. Verkið naut mest áhorfs heimildaverka í sjónvarpi 2015.
Rammi úr heimildaþáttaröðinni Popp- og rokksögu Íslands eftir Markelsbræður. Verkið naut mest áhorfs heimildaverka í sjónvarpi 2015.

Áhorf á heimildamyndir 2015

HeitiStöðFjöldi þáttaFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
Popp- og rokksaga ÍslandsRÚV5329,3***70.906
SægreifinnRÚV1327,5**66.550
Ferðin heimRÚV1125,260.984
Stúlkurnar á KleppjárnsreykjumRÚV1121,952.998
BúðinRÚV1221,2**51.304
Fyrirheitna landið?RÚV1120,850.336
Álafoss - Ull og ævintýriRÚV1219,4**46.948
BúrfellRÚV1119,446.948
Konur rokkaRÚV1218,4**44.528
Öldin hennarRÚV52218***43.560
Höggið (e)Stöð 21417,5**42.350
JöklarinnRÚV1216,7**40.414
Kvikur sjórRÚV1115,236.784
Saga StuðmannaStöð 21313,9**33.638
SalómeRÚV1113,532.670
Brynhildur ÞorgeirsdóttirRÚV1213,2**31.944
Finnbogi PéturssonRÚV1110,926.378
Fiðruð fíkn (Feathered Cocaine) (e)RÚV116,215.004
Amma (e)RÚV113,27.744
Konsúll Thomsen keypti bíl (e)RÚV312,8*6.776
Hrafnhildur (e)RÚV112,35.566
Súðbyrðingur - saga báts (e)RÚV112,35.566
Hreint hjarta (e)RÚV111,84.356
Veturhús (e)Stöð 2111,63.872
Hvellur (e)RÚV110,92.178
Íslensk alþýða (e)RÚV110,61.452
*Meðaláhorf á þátt. | **Samanlagt áhorf. | *** Meðaláhorf á þátt, samanlagt áhorf (með endursýningum)
Björn Thors í stuttmyndinni Skaða eftir Börk Sigþórsson. Myndin naut mest áhorfs stuttmynda í sjónvarpi 2015.
Björn Thors í stuttmyndinni Skaða eftir Börk Sigþórsson. Myndin naut mest áhorfs stuttmynda í sjónvarpi 2015.

Áhorf á stuttmyndir 2015

HeitiStöðFjöldi sýningaÁhorf%Áhorfendur
SkaðiRÚV115,637.752
ÞrösturRÚV111,227.104
Heilabrotinn (e)RÚV18,921.538
Naglinn (e)RÚV18,119.602
Sailcloth (e)Stöð 213,68.712
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR