Everest Baltasars Kormáks hefur verið tilnefnd til tvennra verðlauna Visual Effects Society (VES) fyrir sjónrænar brellur. Verðlaun þessi hafa verið veitt frá 2002. RVX myndbrellufyrirtækið í Reykjavík hafði yfirumsjón með verkinu.
Myndin fær tilnefningu í 2 flokkum.
Annarsvegar fyrir Outstanding Supporting Visual Effects in a Photoreal Feature (smelltu á hlekkina til að fá útskýringar á hugtökunum). Þar eru eftirtaldir tilnefndir:
Daði Einarsson
Roma O-Connor
Matthías Bjarnasson
Glen Pratt
Richard Van Den Bergh
Aðrar myndir sem fá tilnefningu í þessum flokki eru In The Heart of The Sea, Bridge of Spies, The Walk og The Revenant.
Hinsvegar fær myndin tilnefningu í flokknum Outstanding Models in a Photoreal or Animated Project (smelltu á hlekkina til að fá útskýringar á hugtökunum). Þar eru eftirtaldir tilnefndir fyrir sköpun Everest fjalls:
Matthías Bjarnason
Ólafur Haraldsson
Kjartan Harðarson
Pétur Arnórsson
Aðrar myndir sem fá tilnefningu í þessum flokki eru Star Wars: The Force Awakens; (fyrir BB-8), Avengers: Age of Ultron; (fyrir Hulkbuster) og Jurassic World; (fyrir Indominus Rex).
Sjá má allar tilnefningar hér. Verðlaunin verða afhent í Los Angeles þann 2. febrúar næstkomandi.
RVX hefur sent frá sér brellusamklip (VFX Breakdown) þar sem sýnt er að hluta hvernig sjónrænar brellur Everest voru unnar.